Fundargerð 30. janúar 2017

Dags: 30.01.2017

Fundarstaður: FMOS

Mættir: Bryndís Haraldsdóttir, Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Höskuldur Þráinsson. 

Dagskrá:
1. Innritun og nýir starfsmenn
2. Nemendafjöldi á vorönn 2017 
3. Fjármál – fjárframlög ársins og staða
4. Önnur mál


1. Innritun og nýir starfsmenn
Á vorönn er einn nýr kennari, Halldór Björgvin Ívarsson sögu og félagsfræðikennari. Einnig var ráðinn nýr stuðningsfulltrúi á sérnámsbraut og heitir hann Björn Finnbogason. Nemendur eru heldur færri á vorönninni en haustönninni en ársnemendafjöldinn hækkar í 300 á þessu ári. Innritun í haust þarf að ganga vel svo þessi tala náist.Talið barst að fyrirhuguðu ungmennahúsi og Guðbjörg upplýsti að Fmos myndi taka þátt í því starfi a.m.k. með því að leggja til húsnæði.


2. Nemendafjöldi á vorönn 2017
Nemendafjöldi á vorönn er 331 og Guðbjörg sýnir tölur um fjölda á brautum, kynjaskiptingu, aldur o.fl. 


3. Fjármál – fjárframlög ársins og staða
Guðbjörg fer yfir stöðu fjármála, halli ársins 2016 er nokkur eins og gert var ráð fyrir og búið er að gera áætlun um hvernig hann verður greiddur niður. Fjárveiting ársins 2017 er 401,9 milljónir og gert er ráð fyrir 300 ársnemendum. 


4. Önnur mál
a) Guðbjörg segir frá skólasýningunni BETT sem 13 starfsmenn fóru á í síðustu viku.b) Bryndís spyr hvort aftur hafi verið gerð könnun meðal útskrifaðra nemenda. Svarið er að það hefur ekki verið gert en er á dagskrá sjálfsmatshóps.c) Umræður um jafnréttismál og hvort horft sé til kynjaskiptingar við ráðningar. Svarið er að aðrir þættir eins og menntun og vilji til að taka þátt í kennsluháttum Fmos koma á undan.


Fundi slitið kl. 18.30
Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica