Fundagerð 3. október 2016

Síðast breytt: 11. október 2016

Dags:                              3.10.2016

Fundarstaður:                 FMOS

Mættir: Eva Magnúsdóttir, Guðbjörg Aðalbergsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Sigríður Johnsen, Þorbjörg Lilja Þórsdóttir

 

Dagskrá:

1. Innritun, nemendafjöldi

2. Nýir starfsmenn

3. Fjármál

4. Önnur mál

 

1. Innritun, nemendafjöldi

Guðbjörg fer yfir tölur um innritun, skiptingu nemenda á brautir o.fl. Nemendur á haustönn eru 374, þar af eru 77 sem eru að koma beint úr 10. bekk. Stjórnendur voru ekki sáttir með aðgerðir ráðuneytisins varðandi innritun nemenda á sérnámsbraut sem er orðin töluvert fjölmennari en til stóð. GA og GG fóru á fund í ráðuneytinu til að ræða vinnuferlið við innritun.

 

2. Nýir starfsmenn

Guðbjörg segir frá nýjum starfsmönnum sem komu inn í haust. Starfsmannahópurinn er ungur og mjög áhugasamur um þróunarvinnu og nú er nýfarið af stað verkefni sem við köllum betri árangur nemenda og byggir á hugmyndum um að endurmenntun fari fram á vinnustaðnum og allur hópurinn taki þátt.

 

3. Fjármál

Guðbjörg fer yfir stöðu fjármála. Staðan ekki til að hafa áhyggjur af og Guðbjörg segist hafa trú á að eitthvað verði gert í fjármálum framhaldsskólanna eftir áramót, margir skóla í erfiðri stöðu.

 

4. Önnur mál

a) Sigríður spyr hvort allir kennarar hafi kennsluréttindi. Svarið er já

b) Eva spyr hvenær megi búast við að skólinn stækki til fulls. Guðbjörg svarar því til að hún trúi að það verði árið 2020.

c) Sigríður spyr um nemendahópinn. Góður hópur og gengur vel.

d) Sigríður spyr um hestabrautina. Fleiri nemendur hófu nám á hestabrautinni í haust en í fyrrahaust þannig að útlitið með brautina er betra.

e) Sigríður spyr um félagslíf nemenda. Nemendafélagið þurfti að hætta við nýnemaball vegna dræmrar þátttöku og hugsanlega erum við nýnemahóp sem hefur ekki mikinn áhuga á böllum en vilja gjarnan annars konar skemmtanir.

f) Gylfi spyr um starfsemi foreldraráðs. Misjafnlega hefur gengið á milli ára að virkja foreldra til þátttöku og ekki hefur tekist að fá fulltrúa í ráðið á þessu hausti.

 

Fundi slitið kl. 18.30

 

Fundargerð skrifaði Guðrún Guðjónsdóttir

Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica