Skólabragur

Síðast breytt: 10. janúar 2019

Einkunnarorð skólans eru auðlindir og umhverfi. Þar er átt við auðlindir í víðum skilningi, auðlindir í náttúrunni og þann mannauð sem felst í fjölbreyttum nemenda- og starfsmannahópi þar sem áherslan er á lýðheilsu, jafnrétti og menningarlegar auðlindir. Umhverfið viljum við að sé lifandi þáttur í skólastarfinu þar sem hugað er að náttúrufræði umhverfisins, virðingu fyrir umhverfinu og hvernig njóta má umhverfisins og nýta á skynsamlegan hátt. Einkunnarorðin bergmála í gegnum alla þá vinnu sem fram fer í skólanum.
Í skólanum er hvetjandi lærdómssamfélag þar sem við gerum ráð fyrir að allir nemendur geti bætt sig og komið er fram við alla af virðingu. Skólabragur FMOS einkennist af góðum samskiptum nemenda og starfsmanna. Nemendur hafa greiðan aðgang að kennurum, m.a. í verkefnatímum sem eru opnar vinnustofur á skólatíma.
 
Í skólanum fá nemendur og starfsmenn tækifæri til að láta rödd sína heyrast þegar kemur að ýmsum ákvörðunum sem þá varðar. Einu sinni á skólaári svara nemendur viðhorfskönnun þar sem þeir fá að koma á framfæri skoðunum sínum varðandi ýmislegt sem tengist skólanum og náminu. Niðurstöður viðhorfskannanna er ræddar á kennarafundum og á húsfundum og þær notaðar til úrbóta.
Við leggjum áherslu á jafnrétti, umhyggju og vellíðan allra í skólanum og koma til móts við ólíkar þarfir. Til að vinna að þessu er í skólanum öflugt umsjónarkennarakerfi, sálfræðiþjónusta, náms- og starfsráðgjöf og unnið með nemendaráði þar sem hlustað er á raddir nemenda.
Í skólanum bera nemendur mikla ábyrgð í verkefnamiðuðu námi, þeir eru þjálfaðir í rökhugsun og samvinnu þar sem reynir á að hlusta á skoðanir annarra og sýna öðrum virðingu.


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica