G. Viðbrögð við eftirfarandi sjúkdómum:
Bráðaofnæmi
- Einstaklingur í losti þarf að komast sem allra fyrst undir læknishendur, hringja á 112 og nota EPI penna (bráðasprautu/adrenalínsprautu) ef hann er til staðar.
- Ef starfsmaður sér að nemandi er að fá lost er hægt að draga úr eða afstýra lostinu með eftirfarandi aðgerðum:
- Leggja einstaklinginn niður og snúa höfðinu til hliðar.
- Losa um fatnað sem gæti þrengt að öndunarfærum.
- Setja hærra undir fætur.
- Koma í veg fyrir hitatap með því að breiða yfir einstaklinginn.
- Ekki gefa næringu.
- Hlúa að viðkomandi.
Sykursýki
Brugðist við blóðsykurfalli með eftirfarandi aðgerðum:
- Gefa viðkomandi strax kolvetni, t.d.:
- Glas af mjólk og brauðsneið.
- 2-3 sykurmola leysta upp í vatni og brauðsneið.
- Gosdrykk/ávaxtasafa og brauðsneið.
- Ef einkenni hverfa ekki á 5-10 mínútum skal hringt á 112.
- Aldrei má yfirgefa einstakling með sykurfallseinkenni.
Flogaveiki
Mjög mikilvægt að allir starfsmenn þekki einkenni flogakasts hjá flogaveikum einstakling og fái upplýsingar um viðbrögð frá foreldrum.
- Við flog þarf að koma einstaklingnum í rólegar aðstæður þar sem hann getur jafnað sig.
- Ef floginu fylgir krampi skal fylgja viðbrögðum við krampa.
Krampi
- Halda ró sinni.
- Losa um föt sem gætu þrengt að öndunarvegi.
- Reyna að fyrirbyggja meiðsl.
- Ekki setja neitt upp í munn einstaklings með krampa.
- Hlúa að viðkomandi og passa að hann valdi sér ekki skaða.
- Ekki má yfirgefa einstakling sem hefur fengið krampa fyrr en hann hefur náð fullri meðvitund.
- Hringja á 112 ef:
- Krampi stendur lengur en 5 mínútur.
- Starfsmenn vita ekki af hverju krampinn stafar.
- Annar krampi fylgir í kjölfarið.
- Einstaklingur kemst ekki til meðvitundar eftir að kippirnir hætta.
- Einstaklingur fær krampa í vatni.
Astmi
Brugðist er við astmakasti með eftirfarandi aðgerðum:
- Gefa innúðalyf.
- Róa viðkomandi og koma honum í rólegt umhverfi.
- Hlúa að viðkomandi, t.d. hjálpa honum að sitja uppi og láta hann anda að sér fersku lofti eða hvað annað sem viðkomandi finnst vera hjálp í.
Hringja skal á 112 ef einstaklingur:
- Á í verulegri andnauð.
- Er fölur og þvalur.
- Er blár í andliti og á vörum.