Áfallaáætlun

Síðast breytt: 29. október 2020

 

Í áfallaráði eru:

  Nafn Farsími/vinnusími
Skólameistari Guðrún Guðjónsdóttir 845 8829
Aðstoðarskólameistari  Inga Þóra Ingadóttir
696 0780 
Áfangastjóri  Valgarð Már Jakobsson  696 2660 
Náms- og starfsráðgjafi  Aðalsteinn Árnason 846 8984
Sálfræðingur  Júlíana Garðarsdóttir  616 7582 
Kennari Elín Eiríksdóttir  699 1052 
Kennari  Steindóra K. Þorleifsdóttir 775 6619 
Forvarnarfulltrúi  Halla Heimisdóttir 897 0108 
Umsjónarmaður fasteigna  Ólafur Thoroddsen 897 7741 

 

Samstarfsaðilar utan skóla:

Heilsugæslan Mosfellsbæ:    513 6050
Prestur, Lágafellssókn:   566 7113
Lögregla:    444 1000
     
Samstarfsaðilar innan skóla:
Stjórn nemendaráðs


Áfallaráð

Hlutverk áfallaráðs er gerð vinnuáætlunar um hvernig skuli bregðast við þegar áföll hafa orðið svo sem dauðsföll, slys, eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð. Áætlunin felur í sér hvað skuli gera, í hvaða röð og hver sinni hvaða hlutverki.

Skólameistari fer með stjórn ráðsins og kallar það saman þegar þörf krefur. Áfallaráð fer með verkstjórn þegar válegir atburðir gerast, kynnir sér skyndihjálp og sálræna skyndihjálp og miðlar þeirri þekkingu til annarra starfsmanna skólans.


Almennt um áfallahjálp:

Miklu máli skiptir að kennarar eða starfsmenn sem veita áfallahjálp séu rólegir og gefi sér nægan tíma. Mikilvægt er að sá sem verður fyrir áfalli finni að hann sé öruggur og geti treyst þeim sem eru hjá honum og að farið sé á afvikinn stað til að fá næði.  Þolandi verður að finna fyrir hlýju og vinsemd, um leið og staðreyndir eru skýrðar fyrir honum.  Einnig verður að gefa honum tíma til að tjá sig til að koma skipulagi á tilfinningar sínar og hugsun.

Ef slys verður í skóla skal líkamleg skyndihjálp hafa forgang.

Sálræn skyndihjálp felst í því að kennarar og starfsmenn skólans róa og hugga nemendur og starfsfólk.  Þeim skal leyfast að fá sem eðlilegasta útrás fyrir tilfinningar sínar, sem geta birst á mismunandi hátt, m.a. sem grátur, ógleði, skjálfti og köfnunartilfinning en geta líka verið doði, tómleikatilfinning, fólksfælni og þörf fyrir einveru. 

Dæmi um áföll sem kalla á slíka vinnuáætlun eru:

 • Slys/alvarleg veikindi nemanda/starfsmanns í skóla/utan skóla.
 • Andlát starfsmanns/nemanda.
 • Aðrir ógnvekjandi atburðir sem snerta hóp starfsmanna eða nemenda s.s. ef eldur kemur upp í húsnæði skólans, náttúruhamfarir eða stórslys.


Upplýsingar

 • Sá sem fyrstur fær upplýsingar um dauðsfall eða slys, kemur boðum til skólameistara/aðstoðarskólameistara sem strax grípur til viðeigandi ráðstafana. Skrifstofa skólans er gjarnan milliliður sem fyrst fær tilkynningu um atburðinn.
 • Skólameistari eða aðstoðarskólameistari hafa samband við nánustu aðstandendur hins látna/slasaða.
 • Ef atburður er tilkynntur til allra starfsmanna sameiginlega þarf að kanna, ef kostur er, hvort einhverjir í hópnum eru nánir viðkomandi. Ef svo vill til þurfa þeir að fá fregnina einslega.


Viðbrögð við mismunandi áföllum

A. Slys/alvarleg veikindi

Viðbrögð skólans við alvarlegu slysi:

 1. Tilkynna á alvarleg slys í skóla til neyðarlínu, síma 112.  Gefa staðsetningu og eðli vanda.
 2. Kanna áverka og veita fyrstu skyndihjálp með leiðbeiningum frá Neyðarlínunni, 112.
 3. Hafa strax samband við skólameistara eða aðstoðarskólameistara.  Áfallaráð er kallað saman ef nauðsynlegt er. 
 4. Starfsmaður sem kemur að slysi skráir hjá sér vitni sem voru að atburðinum og lætur skólameistara fá listann.
 5. Skólameistari eða aðstoðarskólameistari hefur samband við námsráðgjafa til að annast persónuleg mál                                nemenda sem tengjast slysinu.
 6. Samskipti við foreldra eru í höndum námsráðgjafa/stjórnenda sem njóta aðstoðar umsjónarkennara ef þurfa                            þykir.
 7. Ef um lífshættulega áverka eða meðvitundarleysi er að ræða skal óska eftir aðstoð starfsmanna á slysadeild um                    að láta foreldra viðkomandi nemanda vita af slysinu.
 8. Samskipti við lögreglu og fjölmiðla eru í höndum skólameistara.
 9. Starfsmenn skrifstofu fá upplýsingar og sjá um að halda boðleiðum opnum.
 10. Tilkynning um slys getur farið fram á sameiginlegum fundi nemenda og starfsfólks eða eftir öðrum leiðum.                          Æskilegt að fá ráðleggingar eða aðstoð prests, sálfræðings og/eða hjúkrunarfræðings við áfallahjálp eða                                 sálgæslu.
 11. Starfsfólki/nemendum veitt áfallahjálp ef með þarf.
 12. Skrá niður allt um atburðinn og viðbrögðin til að meta það sem gert var og læra af því. 

 

Alvarleg veikindi nemenda:

 1. Skólameistari hefur samband við foreldra/aðstandendur og fær allar upplýsingar um veikindin frá fyrstu hendi og                  fylgist með framvindu málsins til að geta upplýst aðra í skólanum.
 2. Starfsfólk sæki sér upplýsingar ef á þarf að halda, t.d. á http://www.doktor.is/ eða í bæklingum frá                                          Landlæknisembættinu. Einnig er hægt að leita ráðgjafar hjá Umhyggju félagi til stuðnings langveikum börnum.                        Nauðsynlegt er að allt starfsfólk kynni sér vel einkenni sjúkdómsins og hvernig bregðast eigi við þeim. Muna að                      segja nýju starfsfólki frá langvinnum sjúkdómum barna í starfinu.
 3. Sýna aðstæðunum virðingu án þess að gera meira úr þeim en þarf.  Sýna hluttekningu á nærgætinn hátt.                                Skólameistari leitar samráðs við foreldra vegna heimsókna.
 4. Hafa samband við foreldra við fyrsta tækifæri þegar bregðast þarf við einkennum sjúkdóms.

 

Alvarleg veikindi starfsmanna:

 1. Skólameistari hefur samband við starfsmann og fær allar upplýsingar um veikindin frá fyrstu hendi og fylgist með                  framvindu málsins til að geta upplýst aðra í skólanum.
 2. Starfsfólk sæki sér upplýsingar ef á þarf að halda, t.d. á http://www.doktor.is/ eða í bæklingum frá                                            Landlæknisembættinu.
 3. Sýna aðstæðunum virðingu án þess að gera meira úr þeim en þarf.  Sýna hluttekningu á nærgætinn hátt.                              Skólameistari leitar samráðs við starfsmann vegna heimsókna.


B. Andlát nemanda utan skólans.

 1. Skólameistari/aðstoðarskólameistari tilkynnir áfallaráði skólans um atburðinn.
 2. Skólameistari kallar starfsmenn skólans saman þar sem þeim er tilkynnt hvað gerst hefur og hver viðbrögð                          skólans muni vera.
 3. Skólameistari/aðstoðarskólameistari, umsjónarkennari og námsráðgjafi segja nemendum frá atburði í skólastofu                    og/eða á sal. Gæta þarf þess að allir nemendur fái fregnina á svipuðum tíma.  Gefa verður einstökum nemendum                   kost á að ræða um atburðinn og líðan sína.  Hugsanleg eftirfylgd við einstaka nemendur/bekkinn.
 4. Skólameistari/aðstoðarskólameistari eða námsráðgjafi hafi samband við fjölskyldu hins látna sem fyrst (til dæmis                    með heimsókn og/eða blómasendingu) og rætt um hvernig skólinn minnist hins látna.
 5. Samúðarkveðjur frá nemendum og skóla.
 6. Minningarathöfn í skóla eða kirkju í samráði við prest og fjölskyldu.
 7. Minningargrein birt í blaði sem kveðja frá skóla.
 8. Kennsla felld niður eftir hádegi  útfarardag.
 9. Nemendur/bekkir fái að tjá sig um fráfallið þó einhver tími sé liðinn.


C. Andlát starfsmanns utan skólans

Andlát starfsmanns:

 1. Samstarfsmönnum strax tilkynnt um látið.
 2. Samband er haft við aðstandendur, til dæmis með heimsókn og/eða blómasendingu.
 3. Fulltrúar skólans bjóði aðstoð við útfararundirbúning og útför.
 4. Minningarathöfn um hinn látna haldin í skólanum eða kirkju fyrir nemendur.
 5. Samstarfsmenn sjái til þess að minningargrein eða kveðja birtist í blaði.
 6. Kennsla felld niður eftir hádegi útfarardag.


D. Andlát í skólanum

 • Eigi andlát sér stað í skólanum þarf að kalla til lögreglu og prest sem sjá um að aðstandendur fái réttar upplýsingar.
 • Sýni fjölmiðlar áhuga er skólameistari eini tengiliður skólans við þá. Allir aðrir skulu vísa á hann varðandi upplýsingar.
 • Að öðru leyti skal fylgja leiðbeiningum í B- og C lið.


E. Andlát aðstandanda nemanda

Andlát nákomins ættingja nemanda (foreldris/systkinis eða annarra nátengdra ættingja):

 1. Skólameistari/aðstoðarskólameistari tilkynnir (áfallaráði skólans og) kennurum sem kenna viðkomandi nemanda                     um atburðinn.
 2. Skólastjórnendur/námsráðgjafi og umsjónarkennari tilkynni í bekk viðkomandi nemanda hvað gerst hafi (eftir                          atvikum).
 3. Farið sé  með blóm/minningargjöf frá skólanum/skólafélögum (við foreldramissi) og hafi                                                            námsráðgjafi/skólastjórnendur/umsjónarkennari samband við hlutaðeigandi nemanda og kanni líðan hans og                          undirbúi komu hans í skólann.
 4. Kannaður verði vilji nemandans til frekari viðbragða og óskir hans virtar.

 

F. Andlát aðstandanda starfsmanns

Andlát aðstandanda starfsmanns (maka/barna eða annarra nátengdra ættingja):

 1. Skólameistari/aðstoðarskólameistari tilkynnir áfallaráði skólans og samstarfsfólki um atburðinn.
 2. Farið sé með blóm/minningargjöf frá skólanum/starfsmannafélagi og hafi skólastjórnendur samband við                                hlutaðeigandi starfsmann og kanni líðan hans og undirbúi komu hans í skólann.
 3. Kannaður verði vilji starfsmannsins til frekari viðbragða og óskir hans virtar.

 

Áframhaldandi stuðningur eftir áfallið

 • Venjubundið skólastarf sefar óttann og kvíðann sem fylgir áföllum. Mikilvægt er að starfsmenn skólans séu eins eðlilegir og hlýlegir og þeim er unnt. Tillitssemi og virðing felst m.a. í því að staldra ekki of lengi við áföllin heldur halda áfram lífsgöngunni þó sorgin sé til staðar.
 • Þeir einstaklingar og hópar sem áfallið hefur mest áhrif á þurfa að eiga aðgang að stuðningsaðilum innan skólans sem vinna með þeim úr áfallinu. Mikilvægt er að kennarar gefi nemendum kost á að ræða atburðinn ef þeir kjósa það, en jafnframt að bjóða upp á einstaklingsviðtöl, t.d. hjá námsráðgjafa.
 • Starfsmenn áfallaráðs hlúi að nemendum og starfsfólki eins og kostur er.


G. Viðbrögð við sjúkdómumÚtlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica