Lögfræði

Síðast breytt 27.ágúst 2019

Skólarnir sem bjóða upp á nám í lögfræði ásamt aðgangsviðmiðum: Hverju þarf ég að bæta við mig til að vera vel undirbúin/n?

Háskóli Íslands

 • Íslenskt stúdentspróf, lokapróf frá háskólabrú Keilis eða sambærilegt próf frá erlendum skóla
 • InntökuprófÉg þarf ekki að bæta neinu við mig. 

Háskólinn í Reykjavík

 • Stúdentspróf eða jafngilt próf 
 • Áhersla lögð á góðan árangur í íslensku, ensku, norrænu tungumáli og stærðfræði.

Háskólinn í Reykjavík (lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein)

 • Stúdentspróf eða jafngilt próf 
 • Áhersla lögð á góðan árangur í íslensku, ensku, norrænu tungumáli og stærðfræði.
 • Nemendur þurfa að hafa tekið:

       - þrjá stærðfræði áfanga á þriðja þrepiÉg þarf ekki að bæta neinu við mig.

Ef ég er á félags- og hugvísindabraut eða opinni stúdentsbraut þarf ég að bæta við mig:
 • tveimur stærðfræði áföngum á þriðja þrepi. 

Háskólinn á Akureyri

 • Stúdentspróf eða sambærilegt próf 
 • Æskilegt að hafa klárað áfanga á: 

       - 3. þrepi í ensku

       - 3. þrepi í dönsku eða öðru NorðurlandamáliÞað væri æskilegt fyrir mig að bæta við mig 3.þreps áfanga í dönsku. 

Háskólinn á Bifröst (viðskiptalögfræði)

 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun


Ég þarf ekki að bæta neinu við mig. 


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica