Verkefnatímar

Síðast breytt: 24.01.2018

Í FMOS eru verkefnatímar í stundatöflunni á hverjum degi, 40 mínútur á dag. 

Verkefnatímar eru hluti af kennslutíma hvers áfanga og nemendur eiga að nýta hann til að vinna. Nemendur ráða sjálfir hvernig þeir nýta tímana, t.d. til þess að vinna verkefnavinnu, fá aðstoð frá kennurum eða vinna í hópavinnu með fleiri nemendum.

Kennarar eru í klösunum sínum og eru nemendum til aðstoðar eftir þörfum. Verkefnatímar eru líka notaðir ef nemendur missa af verkefnum og þeir fá leyfi frá kennaranum til að vinna það í verkefnatíma.


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica