Stöðupróf

Tilgangur stöðuprófa í tungumálum er að gera viðkomandi kleift að sanna kunnáttu sína á því sviði.

Nemendur sem hafa búið í ensku-, spænsku- eða dönskumælandi landi til lengri eða skemmri tíma við nám, störf eða leik geta óskað eftir því að fá tungumálakunnáttu sína metna með því að taka stöðupróf. Próftakan kostar 20.000 kr., fyrir hvert próf, og þarf að greiða það fyrirfram í Upplýsingamiðstöð skólans. 

Þeir sem óska eftir að taka stöðupróf senda tölvupóst á Valgarð aðstoðarskólameistara á netfangið valgard@fmos.is


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica