Stefnuyfirlýsing í tölvunotkun


Tilgangur með kennslu í tölvunotkun er að nemendur öðlist færni á tölvur og forrit sem nýtist þeim í námi og starfi. Áherslur í kennslunni felast því í að nemendur nota fartölvur til að öðlast þekkingu og færni á ýmsum hagnýtum forritum ásamt því að þeir kynnast þeim möguleikum sem tölvukunnátta veitir þeim.

Helstu námsþættir

1. þrep:

Það er einn áfangi í tölvunotkun og er hann fimm feiningar á fyrsta þrepi (TÖN1A05). Í honum er farið í almenna tölvukunnáttu með áherslu á leitarvélar, samvinnu á netinu, töflureikna og kynningarforrit.

Kennsluaðferðir og námsmat

Nemendur fá frítt kennsluefni hjá kennara, bæði útprentuð og á kennslukerfinu fyrir áfangann. Kennslustundir einkennast af verkefnavinnu nemenda með aðstoð kennara á töflu eða hjá nemenda. Ný forrit og notkun þeirra eru útskýrð með stuttum fyrirlestrum en einnig með myndböndum, búin til af kennara, sem nemendur geta nálgast á netinu.

Námsmat byggist annars vegar á verkefnavinnu yfir önnina sem gerð eru í tíma og heima og hinsvegar verkefni unnin á verkefnadögum.


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica