Stefnuyfirlýsing í tölvunarfræði


Tilgangur með kennslu í tölvunarfræði er að nemendur öðlist færni á tölvur og forritun og fái undirbúning fyrir nám í tölvunarfræði á háskólastigi. Áherslur í kennslunni felast því í að nemendur noti tölvur til að öðlast þekkingu og færni á forritunarmáli ásamt því að kynna fyrir þeim innviði tölva og hvernig þær vinna. Einnig verður lögð áhersla á frelsi nemenda í vali á verkefnum.

Helstu námsþættir

2. þrep:

Tveir áfangar eru á öðru þrepi, hvor fimm feiningar (TÖL2A05 og TÖL2B05). Í þeim er farið í að greina innviði tölva og auka skilning nemenda á samskiptaleiðum milli notenda og tölva. Nemendur kynnast og nota notendavænar forritunaraðferðir og forritunarmál, t.d. Java, Processing og Python. Forritun á snjallsíma verður einnig tekin fyrir.

3. þrep:

Einn fimm feininga áfangi er á þriðja þrepi (TÖL3A05). Í honum er farið dýpra í forritunarkunnáttu og búin til flóknari forrit og leikir. Einnig verður skoðað hvernig leikjavélar nýtast í gerð leikja.

Kennsluaðferðir og námsmat

Nemendur fá frítt kennsluefni hjá kennara, bæði útprentað og á kennslukerfinu fyrir áfangann. Kennslustundir einkennast af verkefnavinnu nemenda með aðstoð kennara á töflu eða hjá nemenda. Ný forrit og notkun þeirra eru útskýrð með stuttum fyrirlestrum en einnig með myndböndum, búin til af kennara, sem nemendur geta nálgast á netinu.

Námsmat byggist annars vegar á verkefnavinnu yfir önnina sem gerð eru í tíma og heima og hinsvegar stærri verkefnum unnin á verkefnadögum.


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica