Stefnuyfirlýsing í listasögu


Lögð er áhersla á íslenska myndlist jafnt sem erlenda. Kennsla fer fram með fyrirlestrum kennara, unnar eru ritgerðir og nemendur flytja sömuleiðis stutta kennslu sem þau vinna út frá ritgerðarverkefnum sínum. 

Í öllum þremur áföngunum nota nemendur skissubók og leitast við að finna óvæntar og skapandi leiðir til úrlausnar í sjónrænum verkum sínum.

Í þessum áföngum koma nemendur til með að vinna bæði inni í skólastofunni og úti í náttúrunni auk þess að fara í vettvangsferðir, á sýningar, söfn og leiksýningu.

Helstu námsþættir

LIS1A05: Nemendur fá innsýn í helstu stílbrigði listarsögunnar frá Impressjónisma – (1863-1905) til póstmódernisma.   

LIS2A05: Skoða nemendur  þróun myndlistar í hverri heimsálfu og skoða hvernig menningin í hverri heimsálfu hefur áhrif á myndlistina þar í dag. 

Teknir eru fyrir þeirra helstu listamenn og starfandi listamenn í dag.

LIS3A05: Í kvikmyndforminu eru kynnt lykilhugtök og aðferðir í túlkun kvikmynda.  

Kennsluaðferðir og námsmat

Í LIS1A05 er lögð  áhersla á sjónræna vinnu út frá hverri stefnu sem kennd er í áfanganum, áhersla á umræðum og skriflegum verkefnum.

Í LIS2A05 er lögð áhersla á sjónræna vinnu út frá þeirri heimsálfu sem skoðuð er, umræðum og skriflegum verkefnum.

Í LIS3A05 Áhersla er lögð á umræður í tímum, hópverkefni og samvinnu í skriflegum verkefnum.

Nemendur nota skissubók og leitast við að finna óvæntar og skapandi leiðir til úrlausnar verka sinna.

Undirbúningur fyrir annað nám

Listasöguáfangarnir eru góður undirbúningur fyrir áframhaldandi listnám t.d. í  Listaháskólanum og myndlistaskólum. 


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica