Nemendur með sérþarfir

Síðast breytt: 17. maí 2017

Sérnámsbraut

FMOS starfrækir sérnámsbraut (starfsbraut) fyrir fatlaða nemendur, þar sem áherslan er á sérskipulagðar einstaklingsnámskrár og að nemendur fá tækifæri til að stunda nám í almennum áföngum eftir getu og áhuga. Sjá yfirlit yfir brautina.

Nemendur með námserfiðleika
Í FMOS er í gangi sérstakt stuðningskerfi fyrir nemendur sem glíma við námsörðugleika og hvers kyns hindranir í námi, s.s. athyglisbrest, lesblindu og aðra sértæka námsörðugleika. Framkvæmdin er þannig að í byrjunaráföngum fá nemendur aukinn stuðning frá kennara og aðstoðarkennara í kennslustundum.

Nemendur með annað móðurmál en íslensku
Nemendum með annað móðurmál en íslensku býðst einstaklingsmiðuð kennsla í íslensku. Í byrjun fara nemendurnir í viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa og er úthlutað umsjónarkennara sem styður við þá. Þeir fá sérstaka íslenskukennslu þar sem íslenskukennari greinir og metur hæfni þeirra í íslensku og finnur úrræði og aðferðir til að hjálpa nemendunum að þjálfast í íslensku.


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica