Opin stúdentsbraut 2018

Síðast breytt: 27. apríl 2020

Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Opin stúdentsbraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir.


Á Opinni stúdentsbraut taka allir nemendur breiðan 107 eininga kjarna. Nemendur velja síðan eitt af kjörsviðum brautarinnar: Almennt kjörsvið, íþrótta- og lýðheilsukjörsvið eða hestakjörsvið. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, t.d. á sviði íþrótta eða hestamennsku. Brautin er einnig góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu.
Lokamarkmið opinnar stúdentsbrautar eru:


Að nemendur

 • séu undirbúnir fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi
 • hafi öðlast virka meðvitund gagnvart umhverfi sínu, lært að njóta þess, virða
  það og nýta á skynsamlegan hátt 
 • búi yfir frumkvæði, skapandi hugsun og sjálfstæði
 • hafi hæfni til að tjá sig og eiga samskipti á íslensku og erlendum tungumálum
 • séu vel undirbúnir fyrir frekara nám
 • séu læsir á sjálfa sig og umhverfi sitt 
 • að nemendur geti notað þekkingu sína og færni við lausn fjölbreyttra
  verkefna í lífi og starfi
  

Athugið að ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 55 ein. hámark og 3. þrep: 60 ein. lágmark.


Bent er á að við skipulagningu náms á Opinni stúdentsbraut er mikilvægt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.

 


Aðgangsviðmið háskóla
Hvernig þarf ég að undirbúa mig ef ég ætla í: 

Hvenær kennum við hvern áfanga?

 
Kjarnagreinar           ein.
Íslenska ÍSLE2MR05 ÍSLE2ED05 ÍSLE3NJ05 ÍSLE3ÖL05
20
Stærðfræði STÆR2FF05 STÆR2LÆ05 STÆR3TF05
15
Enska ENSK2OT05 ENSK2TM05 ENSK3MB05 ENSK3EX05
20
Danska DANS2TL05 DANS2LT05
10
Félags- og hugvísindi
        5
Náttúruvísindi NÁTT2GR05         5
Spænska SPÆN1BY05 SPÆN1SP05 SPÆN1ÞR05
15
Ég, skólinn og samfélagið LÍFS1ÉG03 LÍFS1ÉS02
5
Tölvunotkun TÖLN1GR02
2
Umhverfisfræði UMHV2UN05
5
Lýðheilsa og íþróttir LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1XX01 5
           Samtals: 107

 Á Opinni stúdentsbraut geta nemendur valið á milli þriggja kjörsviða:

 Almennt kjörsvið - 107 einingar í kjarna og 93 einingar í vali.
 Hestakjörsvið - 107 einingar í kjarna, 43 einingar í hestagreinum og 50 einingar í vali.
 Íþrótta- og lýðheilsukjörsvið - 107 einingar í kjarna, 40 einingar í íþrótta- og lýðheilsugreinum og 53 einingar í vali.

Frá 1. janúar 2020 er lokað fyrir innritun nýnema á íþróttakjörvið - handboltaakademía og listgreinakjörsvið Opinnar stúdentsbrautar:
 Íþróttakjörsvið - Handboltaakademía: 107 einingar í kjarna, 43 einingar í íþróttagreinum og 50 einingar í vali.
 Listgreinakjörsvið - 107 einingar í kjarna, 40 einingar í listgreinum og 53 einingar í vali.Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica