Hestabraut

Síðast breytt: 18. mars 2015

Hestabraut skilar nemendum með hæfni á 2. þrepi sem hestasveinum. Hestasveinn vinnur sem aðstoðarmaður í hvers konar hestatengdri starfsemi, svo sem á hestabúgörðum, við hestatengda ferðaþjónustu eða hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Hann sinnir helstu verkþáttum í hirðingu hesta og aðstoðar við þjálfun þeirra. Hann aðstoðar viðskiptavini í hestaferðum hjá hestatengdum ferðaþjónustufyrirtækjum og getur leiðbeint um grunnþætti hestamennsku. Brautin er 90 einingar og meðalnámstími er 3 annir.

Lokamarkmið hestabrautar: Að nemendur
  • fái tækifæri til að sinna námi á áhugasviði sínu
  • öðlist hæfni sem aðstoðarmenn í hvers konar hestatengdri starfsemi
  • geti sinnt helstu verkþáttum í hirðingu hesta og aðstoðað við þjálfun þeirra
Kjarnagreinar: Ein.
Íslenska ÍSLE1UN05/ÍSLE2MR05
ÍSLE2MR05/ÍSLE2ED05 ÍSLE2ED05/ÍSLE3NJ05 15
Stærðfræði STÆR1UN05/STÆR2FF05 STÆR2FF05/STÆR2HH05 10
Enska ENSK1UN05/ENSK2OT05 ENSK2OT05/ENSK2TM05 10
Ég, skólinn og samfélagið LÍFS1ÉG03 LÍFS1ÉS02
5
Lýðheilsa og íþróttir LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 2
Umhverfisfræði UMHV2UN05
5
Samtals: 47
Hestagreinar:
Hestamennska - bóklegt              HEST1HE05 HEST2FB05 10
Hestamennska - verklegt HEST1HV05 HEST2FV05 10
Vinnustaðanám HEST2VN04 
HEST2VN08
HEST2VN02
HEST2VN06
HEST2VN03 23
Samtals: 43
      Samtals hestabraut: 90
         
 Valáfangar:       
       
Þróun hestsins   HEST2ÞR05    
 Járningar og hreyfifræði  HEST2JA05    Inntökuskilyrði:

Verkleg kennsla á brautinni eru töluvert dýrari en önnur verkleg kennsla (6 nemendur í hóp) og þess vegna þurfa nemendur að greiða sérstakt gjald vegna hennar, 60.000 kr. á önn. Einnig er nauðsynlegt að nemendur hafi hest til umráða. Verklega kennslan fer fram í reiðhöll Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ og hestar nemenda þurfa að vera í Mosfellsbæ á kennslutíma. Nemendur þurfa að greiða þann kostnað sem af því hlýst, þ.e. leigu á hesthúsi og fóður fyrir hestinn.


Stúdentspróf af hestakjörsviði:

Þegar nemendur hafa lokið námi á hestabraut geta þeir valið nokkrar leiðir til að ljúka stúdentsprófi. Þeir geta lokið stúdentsprófi af félags- og hugsvísindabraut eða náttúruvísindabraut og þá nýtast einingar í hestagreinum sem frjálst val. Nemendur sem vilja ljúka stúdentsprófi af hestakjörsviði ljúka kjarnaáföngum (100 ein.) á opinni stúdentsbraut, velja sér að lágmarki 40 einingar af kjörsviðinu en hafa frjálst val þar fyrir utan. Einu skilyrðin sem þarf að uppfylla eru reglur skólans um fjölda eininga á hverju þrepi: 1. þrep 66 ein. hámark og 3. þrep 45 ein. lágmark.


Smellið hér til að sjá kynningarmyndband fyrir hestabrautina sem var unnið af nemendum


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica