Opin stúdentsbraut

Síðast breytt: 4. október 2016

Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Opin stúdentsbraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir.

Á opinni stúdentsbraut taka allir nemendur breiðan 98 eininga kjarna. Fyrir utan hann raða nemendur 102 einingum saman úr öllu áfangaframboði skólans. Þær einingar geta verið í bóklegum áföngum, áföngum í hestagreinum, íþrótta- og lýðheilsuáföngum og listgreinaáföngum. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, t.d. á sviði lista, íþrótta eða hestamennsku. Brautin er einnig góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu.

Lokamarkmið opinnar stúdentsbrautar eru:


Að nemendur

  • séu undirbúnir fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi
  • hafi öðlast virka meðvitund gagnvart umhverfi sínu, lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt 
  • búi yfir frumkvæði, skapandi hugsun og sjálfstæði
  • hafi hæfni til að tjá sig og eiga samskipti á íslensku og erlendum tungumálum
  • séu vel undirbúnir fyrir frekara nám
  • séu læsir á sjálfa sig og umhverfi sitt 
  • að nemendur geti notað þekkingu sína og færni við lausn fjölbreyttra verkefna í lífi og starfi
 
Aðgangsviðmið háskóla
Hvernig þarf ég að undirbúa mig ef ég ætla í: 
Kjarnagreinar Ein.
Íslenska ÍSLE2MR05 ÍSLE2ED05 ÍSLE3NJ05 ÍSLE3ÖL05 20
Stærðfræði STÆR2FF05 STÆR2LÆ05 STÆR3TF05 15
Enska ENSK2OT05 ENSK2TM05 ENSK3MB05 ENSK3EX05 20
Danska DANS2TL05 DANS2LT05 10
Spænska SPÆN1BY05 SPÆN1SP05 SPÆN1ÞR05 15
Ég, skólinn og samfélagið LÍFS1ÉG03 LÍFS1ÉS02 5
Tölvunotkun TÖLN1GR02 2
Umhverfisfræði UMHV2UN05 5
Lýðheilsa og íþróttir LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1XX01 5
Samtals: 97

Nemendur velja síðan 103 einingar úr öllu áfangaframboði skólans. Hafa þarf í huga við allt val að ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 66 ein. hámark og 3. þrep: 45 ein. lágmark.  Bent er á að við skipulagningu náms á opinni stúdentsbraut er æskilegt að nemendur hafi samráð við náms- og starfsráðgjafa.Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica