Sérnámsbraut

Gildir frá: 1. júní 2012 Síðast breytt: 6. desember 2019

Námsbraut fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Brautinni lýkur með útskriftarskírteini af sérnámsbraut. Meðalnámstími er 7-8 annir.

Nemendur á sérnámsbraut fá aðlagað einstaklingsmiðað námstilboð, þar sem kennslan er byggð á námsáætlun fyrir nemendahóp eða einstakling. Áætlanir eru unnar út frá markmiðum aðalnámskrár framhaldsskóla, ásamt bakgrunnsupplýsingum um þarfir nemenda og mati á stöðu í námi og þroska.

Nemendur á sérnámsbraut geta jafnframt sótt nám í áföngum á öðrum brautum með eða án stuðnings, miðað við þekkingu, færni og hæfni í námsefni áfanganna.

Á sérnámsbraut, eins og á öðrum brautum skólans, einkennast kennsluhættir af því að nemendur verði virkir þátttakendur í eigin námi og öðlist þannig sjálfstæði og frumkvæði. Til að ná þessu fram eru notaðar fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og leiðsagnarmat. Hugmyndafræðin gengur út á að nemandinn tileinki sér námsefnið í gegnum verkefni sem hann vinnur eða umræður sem hann tekur þátt í og að leiðsagnarmatið leiði nemandann áfram og ýti undir aukinn árangur.

Almenn markmið sérnámsbrautar eru:

  • Að stuðla að alhliða þroska nemenda og efla færni þeirra í félagslegum samskiptum
  • Að örva með leiðsagnarmati aukið sjálfstæði og sjálfstraust til daglegra athafna
  • Að veita nemendum menntun sem nýtist þeim í daglegu starfi og tómstundum
  • Að nemendur eigi möguleika á að sækja almenna áfanga miðað við hæfni og getu
  • Að nemendur fái tækifæri til að kynnast atvinnulífi með vettvangsferðum (fyrirtækjaheimsóknum) og starfskynningum
  • Að nemendur fái tækifæri til að tengja saman nám og einföld störf í skóla og á almennum eða vernduðum vinnustað
Kjarnagreinar Ein.
Íslenska ÍSLS105 ÍSLS205 ÍSLS305 ÍSLS405 ÍSLS505 ÍSLS605 ÍSLS705 35
Stærðfræði STÆS103 STÆS203 STÆS303 STÆS403 STÆS503 STÆS603 STÆS703 21
Enska ENSS103 ENSS203 ENSS303 ENSS403 ENSS503 ENSS603 ENSS703 21
Þema/lífsleikni LKNS105 LKNS205 LKNS305 LKNS405 LKNS505 LKNS605 LKNS705 35
112
Verkgreinar
Vettvangsferðir VENS103 VENS203 VENS303 9
Lífsstíll og næring LSNS103 LSNS203 LSNS303 LSNS403 LSNS503 LSNS603 LSNS703 21
Starfsþjálfun STAS105 STAS205 STAS305 STAS405 20
Lýðheilsa og íþróttir LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 5
55
Samtals: 167
Dæmi um valgreinar - nemendur velja að minnsta kosti 33 einingar í val
Myndlist, hönnun, textíll, hestamennska, ég, skólinn og samfélagið, tónlist, leiklist, skyndihjálp, stuttmyndagerð
Sérnámsbraut samtals: 200 ein.

Forsenda fyrir inntöku nemenda á sérnámsbraut er að fötlunargreining sérfræðinga fylgi umsókn.


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica