Náttúruvísindabraut

Gildir frá 1. júní 2012. Síðast breytt: 30. ágúst 2019

Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Náttúruvísindabraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir.

Á Náttúruvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir frekara nám m.a. í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.

Lokamarkmið Náttúruvísindabrautar eru:

Að nemendur

  • hafi góða þekkingu á sviði stærðfræði og raunvísinda
  • séu færir um að beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna,öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
  • geti fjallað um og tekið þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
  • hafi öðlast meðvitund gagnvart umhverfi sínu, lært að njóta þess, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
  • geti nýtt kunnáttu í náttúru- og raunvísindum ásamt skapandi hugsun í mögulegri framtíðarþróun
  • hafi hæfni til að lesa fræðitexta á ensku
  • séu vel undirbúnir fyrir frekara nám, einkum í tæknigreinum, náttúru- og raunvísindum.


Aðgangsviðmið háskóla
Hvernig þarf ég að undirbúa mig ef ég ætla í: 


Kjarnagreinar

Hvenær kennum við hvern áfanga?


Ein.
Íslenska ÍSLE2MR05 ÍSLE2ED05 ÍSLE3NJ05 ÍSLE3ÖL05 20
Stærðfræði STÆR2FF05 STÆR2HH05 STÆR3TF05 STÆR3VR05 STÆR3DM05
STÆR3HD05
30
Enska ENSK2OT05 ENSK2TM05 ENSK3MB05 ENSK3EX05 20
Danska DANS2TL05 DANS2LT05 10
Spænska SPÆN1BY05 SPÆN1SP05 SPÆN1ÞR05 15
Ég, skólinn og samfélagið LÍFS1ÉG03 LÍFS1ÉS02 5
Tölvunotkun TÖLN1GR02
      2
Félags- og hugvísindi*         5
Lýðheilsa og íþróttir LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1XX01 5

         
Samtals: 112
Raungreinar og stærðfræði: Í fremsta dálki eru skylduáfangar (30 ein.). Nemendur velja til viðbótar 30 ein. af öðrum áföngum í kjörsviðinu. Tvær námsgreinar þurfa að að ná upp á 3. þrep.
Náttúruvísindi NÁTT2GR05 NÁTT2ST05
NÁTT3TÖ05

Eðlisfræði EÐLI2KA05 EÐLI3SH05

Efnafræði EFNA2EA05 EFNA2EM05 EFNA3HE05
   
Jarðfræði JARÐ2AJ05

Líffræði LÍFF2LM05 og/eða 
LÍFF2GD05
LÍFF3VS05 LÍFF3EÞ05 
Stærðfræði STÆR2LÆ05
     
Tölvunarfræði TÖLF2GR05 TÖLF2IF05
   
Umhverfisfræði UMHV2UN05 UMHV3ÍS05 UMHV3RÁ03

Samtals í raungreinum: 60
Kjarni á Náttúruvísindabraut samtals: 172
Kjarni 172
Val 28
Samtals 200

Náttúruvísindabraut er byggð upp af kjarnaáföngum og valáföngum. Kjarnaáfangarnir eru samtals 172 ein. og eru skylduáfangar fyrir nemendur brautarinnar. Hluti af skylduáföngunum eru í einkennisgreinum brautarinnar, raungreinum, og af þeim lista taka nemendur 60 ein. eftir áhugasviðum. Nemendur þurfa einnig að ljúka 28 einingum í vali og geta ráðið úr hvaða námsgreinum þessar einingar koma. Einu skilyrðin sem þarf að huga að er að ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 55 ein. hámark og 3. þrep: 60 ein. lágmark.

*Einn kjörsviðsáfangi á 2. þrepi af félags- eða hugvísindagreinum er skylda á Náttúruvísindabraut.

Valáfangar í stærðfræði og raungreinum má meta inn á kjörsvið brautarinnar.


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica