Félags- og hugvísindabraut
Gildir frá 1. júní 2012. Síðast breytt: 10.september 2019
Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Félags- og hugvísindabraut er 200 einingar og meðalnámstími er 6-7 annir.
Á Félags- og hugvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði og heimspeki. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, sérstaklega í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sálfræði, menntavísindum, íslensku og sögu.
Lokamarkmið Félags- og hugvísindabrautar eru:
Að nemendur
Hvenær er hver áfangi kenndur? |
Aðgangsviðmið háskóla Hvernig þarf ég að undirbúa mig ef ég ætla í: |
---|
Félags- og hugvísindabraut er byggð upp af kjarnaáföngum og valáföngum. Kjarnaáfangarnir eru samtals 167 ein. og eru skylduáfangar fyrir nemendur brautarinnar. Hluti af skylduáföngunum eru í einkennisgreinum brautarinnar, félags- og hugvísindagreinum, og úr þeim lista taka nemendur 60 ein eftir áhugasviðum. Nemendur þurfa einnig að ljúka 33 einingum í vali og geta ráðið úr hvaða námsgreinum þessar einingar koma. Einu skilyrðin sem þarf að uppfylla er að ákveðið hlutfall eininga þarf að vera á hverju þrepi: 1. þrep: 55 ein. hámark og 3. þrep: 60 ein. lágmark.
Valáfangar í Félags- og hugvísindagreinum; í félagsfræði, kynjafræði, heimspeki, kvikmyndafræði, sögu, sálfræði og uppeldisfræði má meta inn á kjörsvið brautarinnar.