Framhaldsskólabrú

Gildir frá 1. janúar 2020. Síðast breytt: 24. febrúar 2020

Framhaldsskólabrú er tveggja anna námsbraut fyrir nemendur sem ekki hafa náð markmiðum grunnskólans.

Náminu er ætlað að leggja grunn að áframhaldandi námi nemenda eða veru þeirra á vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að gefa nemendum tækifæri til að styrkja sjálfsmynd sína og veita þeim yfirsýn yfir lífsins verkefni og möguleika. Námið byggir á hugmyndafræði persónumenntar (character education) þar sem lykilorðin eru hugrekki, þrautseigja, bjartsýni, núvitund, og seigla. Á brautinni hafa hefðbundnar námsgreinar minna vægi en venjulegt er en þær eru fléttaðar inn í námsefnið.


Hvorri önn er skipt upp í þemu sem hvert um sig tekur 2-4 vikur. Á vorönn geta nemendur valið sér 1-2 áfanga eftir áhugasviði, t.d. bóklegir áfangar í kjarnagreinum, áfangar í listum og/eða íþróttagreinum. Rík áhersla er lögð á einstaklingsmiðað leiðsagnarnám. Að loknu námi á brautinni geta nemendur fært sig yfir á stúdentsbraut að eigin vali. Nemendur halda áfram í umsjón hjá umsjónarkennara sínum af brautinni þar til þeir verða 18 ára. Umsjónarkennari fylgist vel með námsframvindu nemenda, hittir þá reglulega til að fara yfir námsstöðuna og er í sambandi við foreldra eftir þörfum. 


Framhaldsskólabrú er 43 einingar og meðalnámstími er 2 annir.


Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að...

vinna með styrkleika sína jafnt sem veikleika
vera virkur þátttakandi á vinnumarkaði
tjá skoðanir sínar og taka sjálfstæðar ákvarðanir
eiga jákvæð samskipti við aðra sem byggjast á umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og lífssýn
viðhafa lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði
vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
afla sér upplýsinga á fjölbreyttan hátt
taka virkan þátt í lýðræðislegu samfélagi
þekkja, skilja og virða umhverfi sitt og náttúru
stunda frekara nám


Áfangar framhaldsskólabrúar

   Haustönn     Vorönn         Einingar
Nýtt upphaf - sjálfsmynd og áhugasvið
FBRU1SA03    3
Borgaravitund, fjölmenning FBRU1BO04     4
Sköpun og siðferði
FBRU1SS04    4
Umhverfisvernd og sjálfbærni FBRU1US04     4
Endurnýting, handverk og listsköpun   FBRU1HL03
 3
Matur og markmið   FBRU1MM03
 3
Samskipti og vinnumarkaður   FBRU1SV03
 3
Jafnrétti og hamingja   FBRU1JA03    3
Tilraunir   FBRU1TI03    3
Fjölbreytt hreyfing FBRU1HR01 FBRU1HR01  2
Verklegar íþróttir LÝÐH1HR01
LÝÐH1HR01
 2
Lokaverkefni  FBRU1LV02 FBRU1LV02  4
Frjálst val á vorönn, 1-2 áfangar      


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica