Framhaldsskólabraut I

Gildir frá ágúst 2018. Síðast breytt: 5. febrúar 2018

Framhaldsskólabraut I er ætlað að koma til móts við þá nemendur sem eru óákveðnir um námsval. Markmið náms á brautinni er að auka almenna þekkingu, leikni og hæfni nemandans og undirbúa hann þannig undir virka þátttöku í lýðræðislegu nútímasamfélagi og áframhaldandi nám. Leitast er við að laga nám á brautinni að þörfum hvers og eins bæði með vali á áföngum og verkefnum í hverjum áfanga. Notaðar eru fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og leiðsagnarmat sem fléttast saman svo úr verður leiðsagnarnám. Lögð er áhersla á reglulega og markvissa endurgjöf til nemenda sem þeir geta nýtt sér til að ná betri árangri í námi. Framhaldsskólabraut I er 90 einingar og lýkur með framhaldsskólaprófi á 2. þrepi.


Framhaldsskólabraut I er 90 einingar og meðalnámstími er 3-4 annir. Framhaldsskólabraut I er byggð upp af kjarna og frjálsu vali. Kjarninn er 55 einingar og frjálsa valið 35 einingar. Nemendur velja sér þá áfanga sem þeir vilja leggja áherslu á í frekara námi eða hafa þörf fyrir vegna atvinnu. 

Nemendur skipuleggja nám sitt á Framhaldsskólabraut I í samráði við náms- og starfsráðgjafa.


Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • vinna með styrkleika sína jafnt sem veikleika

  • vera virkur þátttakandi á vinnumarkaði

  • tjá skoðanir sínar og taka sjálfstæðar ákvarðanir

  • eiga jákvæð samskipti við aðra sem byggjast á umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra og lífssýn

  • viðhafa lífsvenjur sem eru uppbyggilegar fyrir líkamlegt og andlegt heilbrigði

  • vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn

  • afla sér upplýsinga á fjölbreyttan hátt

  • taka virkan þátt í lýðræðislegu samfélagi

  • þekkja, skilja og virða umhverfi sitt og náttúru

  • stunda frekara nám

Kjarni

Ein.
Íslenska ÍSLE1UN05 ÍSLE2MR05 ÍSLE2ED05 15
Stærðfræði STÆR1UN05 STÆR2LF03 STÆR2FL02 10
Enska ENSK1UN05 ENSK2OT05 ENSK2TM05 15
Ég, skólinn og samfélagið LÍFS1ÉG03 LÍFS1ÉS02   5
Lýðheilsa og íþróttir LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 LÝÐH1HR01 3
Tölvunotkun TÖLN1GR02     2
Umhverfisfræði UMHV2UN05     5
Samtals: 55

Valáfangar: 

Nemendur velja 35 einingar úr lista yfir áfanga í skólanámskrá að eigin vali.Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica