Náminu er ætlað að leggja grunn að áframhaldandi námi nemenda eða veru þeirra á vinnumarkaði. Áhersla er lögð á að styrkja sjálfsmynd þeirra og veita þeim yfirsýn yfir lífsins verkefni og möguleika.
Hverri önn er skipt upp í þemu sem hvert um sig tekur 2-4 vikur.
Rík áhersla er lögð á einstaklingsmiðað leiðsagnarnám. Námið býður upp á að nemendur geti farið af brautinni og yfir í hefðbundið framhaldsskólanám á ákveðnum tímapunktum eða verið í vinnustaðanámi að hluta til.
Framhaldsskólabrú er 90 einingar og meðalnámstími er 4 annir.
Hestabraut skilar nemendum með hæfni á 2. þrepi sem hestasveinum. Hestasveinn vinnur sem aðstoðarmaður í hvers konar hestatengdri starfsemi, svo sem á hestabúgörðum, við hestatengda ferðaþjónustu eða hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum. Hann sinnir helstu verkþáttum í hirðingu hesta og aðstoðar við þjálfun þeirra. Hann aðstoðar viðskiptavini í hestaferðum hjá hestatengdum ferðaþjónustufyrirtækjum og getur leiðbeint um grunnþætti hestamennsku. Brautin er 90 einingar og meðalnámstími er 3 annir.
Lesa meiraÁ brautinni er lögð áhersla á að bæta undirstöðu nemenda í almennum bóklegum kjarnagreinum og að nemendur geti valið fjölbreytta áfanga í listgreinum, handverksgreinum, íþróttagreinum og lýðheilsugreinum.
Lesa meiraÁ Félags- og hugvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði og heimspeki. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, sérstaklega í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sálfræði, menntavísindum, íslensku og sögu.
Lesa meiraÁ brautinni er lögð áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í íþróttum og lýðheilsu, s.s. íþróttafræði, íþróttagreinar, næringarfræði og sálfræði.
Lesa meiraÁ brautinni er lögð áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í listum og handverksgreinum, s.s. myndlist, leiklist, tónlist, textíl og hönnun.
Lesa meiraÁ Náttúruvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir frekara nám m.a. í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.
Lesa meiraÁ opinni stúdentsbraut taka allir nemendur breiðan 98 eininga kjarna. Fyrir utan hann raða nemendur 102 einingum saman úr öllu áfangaframboði skólans. Þær einingar geta verið í bóklegum áföngum, áföngum í hestagreinum, íþrótta- og lýðheilsuáföngum og listgreinaáföngum. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, t.d. á sviði lista, íþrótta eða hestamennsku. Brautin er einnig góður undirbúningur fyrir þátttöku í atvinnulífinu.
Lesa meiraNemendur á sérnámsbraut geta jafnframt sótt nám í áföngum á öðrum brautum með eða án stuðnings, miðað við þekkingu, færni og hæfni í námsefni áfanganna.
Lesa meira