Námsbrautir 2009-2012

Almenn námsbraut

Almenn námsbraut er 60 f-ein*. og meðalnámstími er 2-3 annir.

Á brautinni er lögð áhersla á að bæta undirstöðu nemenda í  kjarnagreinum og að nemendur geti valið fjölbreytta áfanga í listgreinum, handverksgreinum, íþróttagreinum og lýðheilsugreinum

Lesa meira

Félags- og hugvísindabraut

Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Félags- og hugvísindabraut er 200 feiningar* og meðalnámstími er 6-7 annir.

Á félags- og hugvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sögu, sálfræði og heimspeki. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og nám á henni er góður undirbúningur fyrir frekara nám, sérstaklega í félagsvísindum og hugvísindum, s.s. félagsfræði, sálfræði, menntavísindum, íslensku og sögu.

Lesa meira

Íþrótta- og lýðheilsubraut

Íþrótta- og lýðheilsubraut skilar nemendum með hæfni á 2. þrepi. Brautin er 90 feiningar* og meðalnámstími er 3-4 annir.

Á brautinni er lögð áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í íþróttum og lýðheilsu, s.s. íþróttafræði, íþróttagreinar, næringarfræði og sálfræði.

Lesa meira

Listabraut

Listabraut skilar nemendum með hæfni á 2. þrepi. Brautin er 90 feiningar* og meðalnámstími er 3-4 annir.

Á brautinni er lögð áhersla á kjarnagreinar og sérgreinar í listum og handverksgreinum, s.s. myndlist, leiklist, tónlist, textíl og hönnun.

Lesa meira

Náttúruvísindabraut

Námsbraut sem lýkur með stúdentsprófi og skilar nemendum með hæfni á 3. þrepi. Náttúruvísindabraut er 200 feiningar* og meðalnámstími er 6-7 annir.

Á náttúruvísindabraut er áhersla á kjarnagreinar, auk sérgreina brautarinnar í stærðfræði og raungreinum, s.s. líffræði, jarðfræði, efnafræði og eðlisfræði. Brautinni lýkur með stúdentsprófi og hún er góður undirbúningur fyrir frekara nám m.a. í tæknigreinum, náttúruvísindum, stærðfræði og heilbrigðisvísindum.

Lesa meira

Sérnámsbraut

Námsbraut fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Brautinni lýkur með útskriftarskírteini af sérnámsbraut. Meðalnámstími er 6-7 annir.

Nemendur á sérnámsbraut  fá aðlagað einstaklingsmiðað námstilboð, þar sem kennslan er byggð á námsáætlun fyrir nemendahóp eða einstakling.  Áætlanir eru unnar út frá markmiðum aðalnámskrár framhaldsskóla, ásamt bakgrunnsupplýsingum um þarfir nemenda og mati á stöðu í námi og þroska.

Lesa meira

Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica