Inntökuskilyrði á námsbrautir í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

Síðast breytt: 21. janúar 2020

Stúdentsbrautir

Til þess að hefja nám á stúdentsbrautum þarf umsækjandi að hafa lokið grunnskóla með einkunnina B, B+ eða A í ensku, íslensku og stærðfræði.


Umsækjandi með C eða C+ getur þó innritast á brautirnar en tekur sérstaka undirbúningsáfanga í þeim námsgreinum sem eru undir B í einkunn.

Umsókn nemenda með D eða stjörnumerkta einkunn í einni af kjarnagreinunum ensku, íslensku eða stærðfræði verður skoðuð sérstaklega.  

Framhaldsskólabrú

Umsækjandi sem lokið hefur grunnskóla með einkunnina D eða stjörnumerktar einkunnir í tveimur eða þremur af kjarnagreinunum ensku, íslensku eða stærðfræði innritast á framhaldsskólabrú.

Sérnámsbraut

Sérnámsbraut (starfsbraut) er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla og hafa fengið fötlunargreiningu.

Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica