Nýir áfangar

SÁLF3KV05 - Kvikmyndasálfræði

Undanfari: SÁLF2IS05

Í áfanganum kynnast nemendur sálfræði og sálfræðikenningum í gegnum kvikmyndir. Horft verður á valdnar kvikmyndir sem annars vegar sýna sálfræðilegar kenningar eða geðraskanir og hinsvegar kvikmyndir sem hafa áhrif á geðheilsu okkar og meðvitund.

FÖTL2BY05 - Fötlunarfræði

Í áfanganum kynnast nemendur þeirri þróun sem hefur átt sér stað í málefnum fatlaðra. Viðhorf samfélagsins til einstaklinga með fötlun verða skoðuð t.d. í gegnum kvikmyndir og bækur.  Líðan og sjálfsmynd einstaklinga með hvers kyns fötlun verður skoðuð en jafnfram lífsgæði þeirra í aldanna rás. Þá verður áhersla lögð á valdeflandi aðstæður fyrir fólk með hvers kyns fötlun t.d. í tengslum við þá þjónustu sem þeim býðst en jafnframt með tilliti til sjálfstæðis. Einnig verða fjölskyldur einstaklinga með fötlun skoðaðar.

JARÐ2JS05: JARÐSAGA OG STEINGERVINGAFRÆÐI

Undanfari: JARÐ2AJ05

A f hverju dóu risaeðlunar út? Hvernig hefur jörðin breyst síðan hún varð til? Hvernig þróuðust menn af öpum? Hvar finnur maður steingervinga á Íslandi?

Við leitum svara við þessum spurningum og fleirum sem tengjast steingervingafræði og jarðsögu.

NÁTT3SN05: Snæfellsnes

Undanfari: 5 einingar í jarðfræði eða líffræði

Farin er helgarferð á Snæfellsnes og jarðfræðilegar gersemar svæðisins eru skoðaðar. Nemendur fara upp á/að Snæfellsjökli, ofan í Vatnshelli, skoða strendur, rannsaka 700.000 ára gamlar skeljar, drekka náttúrulegt kolsýrt vatn, skoða kristalla, ganga inn í virkan eldgíg og ofan á hörðnuðu kvikuhólfi.

Farið er að morgni laugardags og komið tilbaka á sunnudagskvöldi. Nemendahópurinn gistir eina nótt á hóteli með kennara.

LÍFF2GR05: Grunnáfangi í líffræði 

Undanfari: STÆR2FF05 eða samhliða

Í þessum byrjunaráfanga í líffræði er gerð grein fyrir hlutverki greinarinnar og tengslum hennar við aðrar fræðigreinar. Farið er í gegnum grunnhugtök, byggingu og starfsemi fruma, líffræðilega ferla og fjölbreytileika og flokkun lífheimsins.  Grundvallaratriði vistfræðinnar verða tekin fyrir þar sem samspil lífvera og umhverfis verður skoðað ásamt sameiginlegum einkennum manna og annarra lífvera.  Grunnþættir erfða og helstu kenningar um þróun verða einnig kynntar. Nemendur verði undirbúnir undir frekara nám í líffræði og skyldum greinum. 

NÁTT2NÁ03: Grunnáfangi í náttúrufræði fyrir náttúruvísindabraut

Undanfari: STÆR2FF05 eða samhliða 

Áfanginn er undirbúningur fyrir eðlis- og efnafræði.  Farið verður yfir mikilvægi vísindalegra vinnubragða, verklegar æfingar, úrvinnslu og framsetningu á gögnum, m.a. á tölvutæku formi og skýrslugerð. Ennfremur verður hugað að nauðsynlegri hæfni í útreikningi á óþekktum breytum.

NÁTT2FÉ03: Grunnáfangi í náttúrufræði fyrir félags- og hugvísindabraut (val fyrir opna braut)

Þessi grunnáfangi í náttúrufræði er skylduáfangi fyrir nemendur á félags- og hugvísindabraut en val fyrir nemendur á opinni stúdentsbraut.

Í áfanganum er náttúrufræði kynnt sem fræðigrein og tengd við daglegt líf og nemendurna sjálfa.  Helstu efnisþættir eru: bygging og starfsemi fruma, fjölbreytileiki og flokkun lífvera, efni og helstu efnaferlar í lífverum, líffærakerfi mannslíkamans, grundvallaratriði erfða og helstu kenningar um þróun.  Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á því sem menn eiga sameiginlegt með öðrum lífverum.  Reynt er að tengja náttúrufræðina daglegu lífi og áhugasviði nemenda og auka þannig áhuga þeirra á faginu og kynna jafnframt mikilvægi þess. 

HEST2ÞR05: Önnur hestakyn og menning

Í þessum áfanga verður farið yfir þróunarsögu hestsins og hvernig hann hefur þróast yfir í hin fjölmörgu hestakyn sem eru til í heiminum í dag. Mörg hestakyn tengjast menningu og upprunasvæði sínu sterkum böndum og þannig fléttar námsefnið saman menningu, landafræði og þróunarsögu ýmissa hestakynja. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni þar sem lögð er áhersla á heimildarvinnu og skapandi framsögu þegar kemur að kynningu verkefna.

BRID2KE03: Keppnisbridge 

Undanfari: BRID1BY03

Í áfanganum munu nemendur dýpka kunnáttu sína í bridge-íþróttinni. Veltar verða upp erfiðar stöður. Farið verður í líkindareikning tengd spilinu. Við skoðum uppbyggingu sagnkerfa og nemendur munu smíða eigin sagnvenjur. Við komum til með að taka þátt í bridgemótum á netinu og í bridgefélögum. Blandað verður saman æfingum og spilamennsku í tíma. Gert er ráð fyrir því að nemendur hafi tekið byrjendaáfangan í bridge áður en farið er í þennan áfanga.

BRID1BY03: Byrjunaráfangi í Bridge

Lærum að spila eitt vinsælasta spil heimsins. Í áfanganum læra nemendur undirstöðuatriðin í bridge með aðstoð Valla. Lögð verður áhersla á að nemendur geti spilað bridge sér til skemmtunnar og fái undirstöðu til að bæta sig og jafnvel stunda bridge sem keppnisíþrótt. Þeir sem hafa áhuga verður aðstoðað við að keppa á byrjendabridgemótum og yngrispilaramótum.

Blandað verður saman æfingum og spilamennsku í tíma.

SPÆN1ES05

Undanfari: SPÆN1ÞR05 eða samhliða
Í áfanganum undirbúa nemendur nokkurra daga Spánarferð. Aðaláherslan er á aukna munnlega færni nemenda. Athugið að í þennan áfanga er 18 ára aldurstakmark. Nemendur bera sjálfir allan kostnað af ferðinni, þar með talið fargjald og gistingu fyrir kennarana. Í upphafi áfanga þarf að greiða 10% af efnisgjaldi sem staðfestir þátttöku nemenda í áfanganum. Áætlað efnisgjald er kr. 150.000 en breytist samkvæmt markaðsvirði.

ÍSLE3RS05

Undanfari: ÍSLE2ED05

Í áfanganum undirbúa nemendur sig og skrifa grunn að skáldsögu. Meðal annars verður farið í persónusköpun, uppbyggingu skáldverka, leiðir til endurskrifa og útgáfumöguleika. Áfanginn er fyrir alla þá sem hafa gaman af skapandi skrifum og vilja takast á við þá áskorun að skrifa skáldsögu.

ENSK3BU05

Undanfari: ENSK2TM05

Í áfanganum kynnast nemendur enskum barna- og unglingabókmenntum, þá sérstaklega söguhefð frá Bretlandseyjum. Bókmenntirnar verða lesnar og skoðaðar í ljósi samfélagsþróunar í Vestur-Evrópu og viðhorfum til barna og unglinga. Má þar nefna sögur og ævintýri, ævintýrasögur ætlaðar fullorðnum (sbr. Gulliver‘s Travels og fleiri sögur), fyrstu barnabækurnar, auk þess sem farið verður yfir þróun barna- og unglingabóka á tuttugustu öldinni. Valdar bækur verða lesnar og greindar út frá fjölbreyttum bókmenntastefnum. Auk þess verður myndskreytingum gefinn sérstakur gaumur þegar við á og tengsl þeirra við sögurnar.


Útlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica