Sálfræðingur skólans er Júlíana Garðarsdóttir og er skrifstofa hennar á 1. hæð skólans hjá náms- og starfsráðgjöfinni. Hægt er að bóka tíma með því að senda tölvupóst á juliana@fmos.is
Sálfræðiþjónusta FMOS er opin á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 8:30-15:00.
Hlutverk þjónustunnar er að veita nemendum stuðning, fræðslu, ráðgjöf og aðstoð við að komast í greiningar eða önnur viðeigandi úrræði. Nemendum stendur til boða að fá allt að 6 viðtöl þeim að kostnaðarlausu hjá sálfræðingi skólans. Ásamt einstaklingsviðtölum heldur sálfræðiþjónustan námskeið og kynningar fyrir nemendur skólans
Sálfræðiþjónustan vinnur í samstarfi með náms- og starfsráðgjafa og öðru starfsfólki skólans eftir því sem við á og er opin öllum nemendum skólans.

Síðast breytt: 11. janúar 2022