SÁLF3ÞR05 - Þroskasálfræði

lífstíðarþróun, þroski

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: SÁLF2IS05 Inngangur að sálfræði
Í áfanganum er fjallað um þroskaferil mannsins og sérstaklega tekinn fyrir vitsmunaþroski, siðferðisþroski, félags- og tilfinningaþroski. Mótunaráhrif umhverfis svo sem fjölskyldu, vina og fjölmiðla eru skoðuð. Nemendur fá æfingu í að ræða um og velta fyrir sér álitamálum sem tengja má við efni áfangans. Nemendur fá tölvuert val til að dýpka þekkingu sína eftir áhugasviði innan efni áfangans.

Þekkingarviðmið

  • viðfangsefnum og helstu álitamálum þroskasálfræðinnar
  • helstu kenningarsmiðum á sviði þroskasálfræðinnar
  • helstu hugtökum innan þroskasálfræðinnar
  • þroskaferli mannsins.

Leikniviðmið

  • meta hugmyndir og viðfangsefni þroskasálfræðinnar
  • tjá sig um sálfræðilegt efni í ræðu og riti
  • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
  • nýta fræðilegan texta um efnið á íslensku og erlendu tungumáli

Hæfnisviðmið

  • vera meðvitaður um mótunaráhrif uppeldis
  • geta tekið ákvarðanir á upplýstan og meðvitaðan hátt í samskiptum við aðra
  • skilja breytingar á vitsmunaþroska manna
  • skilja þroska félags- og tilfinninga eftir mismunandi æviskeiðum mannsins
  • tjá sig í ræðu og riti við mismunandi aðstæður
  • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is