STSÉ1SM02 - Fjölbreytni starfa og menntun

menntun, störf

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Í áfanganum verða skoðuð störf á vinnumarkaði og kynntir fjölbreyttir vinnustaðir, tilgangur starfa og mikilvægi þeirra í tengslum við önnur störf. Skoðaðar verða ólíkar kröfur sem gerðar eru til starfsfólks í ólíkum störfum og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að öðlast réttindi í tilteknum atvinnugreinum.

Þekkingarviðmið

 • fjölbreyttum vinnustöðum
 • mismunandi kröfum sem gerðar eru til starfsfólks í ólíkum störfum
 • hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að öðlast réttindi í ákveðnum atvinnugreinum
 • möguleikum hans til frekara náms
 • tilgangi starfa og mikilvægi þeirra í tengslum við önnur störf
 • þeim reglum og kröfum sem tilheyra ákveðnum störfum.

Leikniviðmið

 • meta möguleika sína varðandi nám og atvinnu
 • leita að og nýta sér upplýsingar um nám og störf
 • sækja sér upplýsingar um áhugaverð starfsheiti
 • flokka fyrirtæki eftir starfsemi þeirra
 • beita fjölbreyttu verklagi og vinna eftir skipulagi
 • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum.

Hæfnisviðmið

 • gera sér grein fyrir mismunandi atvinnugreinum
 • meta þau atriði sem taka ber tillit til við starfsval
 • þekkja mismunandi starfsheiti og átta sig á hlutverkum sem felst í þeim
 • átta sig á mismunandi kröfum sem liggja að baki ólíkra starfa
 • meta möguleika sína hvað varðar nám, atvinnu, búsetu og áhugamál.
Nánari upplýsingar á námskrá.is