LISK1SE04 - Saumar og efnislitun

efnislitun, saumar

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Áhersla verður lögð á textílnám í víðu samhengi: Þekkingaröflun, hugmyndavinnu, sköpun, þar sem nemendur vinna með tilheyrandi efni og áhöld. Í byrjun áfangans verður nemendum kynnt ýmis litarefni fyrir þrykk og gerðar tilraunir með te, ávexti, grænmeti, krydd og jurtir sem eru soðin eða lituð. Notaðar eru ýmsar gerðir textílefna til að sjá hvernig þau taka við litnum. Nemendur kynnast sólarþrykki (sunprint). Nemendur koma síðan til með að nota þrykkin sín á stóra púða, svuntur og fleira ef tími gefst til. Nemendur eru hvattir til að skrá inn allar hugmyndir og tilraunir í hugmyndabók um framvindu verkefna í hverjum tíma. Notast verður við saumavélar og allt sem við kemur saum, efni ýmiskonar, textílefni og náttúruefni til þrykks.

Þekkingarviðmið

 • aðferðum við textílþrykk
 • ýmsum aðferðum við mynsturgerð
 • gildi hugmyndabókar
 • grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar.

Leikniviðmið

 • að skilja notkun hugmyndabókar, skráningu vinnuferlis og hugmynda
 • geta vegið og metið hvort aðferð við verkefnavinnu beri árangur
 • nýta sér aðferðir sem hann hefur lært til að vinna skapandi verkefni
 • geta nýtt sér ólíkar gerðir við mynsturgerð og litun textílefna
 • nota saumavél og beita áhöldum greinarinnar.

Hæfnisviðmið

 • geta valið saman aðferð, efni, mynstur og litun á frumlegan og persónulegan hátt.
 • vinna með snið, taka mál og áætla stærðir og efnisþörf
 • getað áttað sig á vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar
 • geta unnið sjálfstætt eftir vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is