LISK1EN04 - Endurvinnsla úr notuðum flíkum

endurvinnsla, föt

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Í þessum áfanga er lögð áhersla að nemendur læri að sjá verðmæti og notagildi í hráefni eins og gömlum fötum, töskum, sængurverum og fleiru. Nemendur læra einfaldar sniðbreytingar til að gera gamla flík að nýrri eða breyta henni í annan hlut. Nemendur koma til með að nýta sér ýmis efni og gera tilraunir með ólík efni og finna leiðir til að nýta þau til þess að búa til m.a. flíkur, töskur og leikföng. Áhersla verður lögð á að nemendur fylgi verkinu eftir frá hugmynd að fullunnu verki og temji sér vönduð vinnubrögð. Nemendur verða með A4 teikni bók þar sem þau setja inn vinnuáætlun og vinnulýsingar. Þá taka nemendur ljósmyndir af ferli vinnunnar og setja þær fram í hugmyndabók.

Þekkingarviðmið

 • skapandi lausnaleit í gegnum tilraunavinnu
 • að endurnýting kemur í veg fyrir sóun og mengun efnislegra gæða
 • fjölbreytileika efna og aðferða til sköpunar
 • þjálfun í ýmsum tækniatriðum á saumavél
 • að sjá fleiri og opnari möguleika í vinnuferlinu
 • sjálfum sér, hugsun og verklagi.

Leikniviðmið

 • virkja hugmyndarflugið og þar með sköpunarkraftinn
 • meðhöndla rétt áhöld og vélar textílgreinarinnar
 • tileinka sér vönduð vinnubrögð
 • skilja fjölbreytileika efnisnotkunar og úrvinnslu.

Hæfnisviðmið

 • tileinka sér skapandi lausnarhugsun sem hann getur nýtt bæði í leik og starfi.
 • geta greint ný tækifæri í endurnýtingu á fatnaði.
 • geta notað fjölbreyttar aðferðir við að leysa viðfangsefni.
 • geta horft á sköpun, tísku og hönnun með opnum hug.
Nánari upplýsingar á námskrá.is