LÍSÉ1MA04 - Lífsleikni með áherslu á mannréttindi, stjórnarfar og lýðræði

lýðræði, mannréttindi, stjórnarfar

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Áfanginn fjallar um mannréttindi, stjórnarfar og lýðræði. Nemendur kynnast því hvaða réttindi og skyldur fylgja því að búa í lýðræðissamfélagi. Viðfangsefni áfangans eru borgaraleg réttindi, völd og áhrif einstaklinga auk þess sem samanburður er á milli stjórnarfars á Íslandi og annarra ríkja.

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi sjálfstæðis og eigin ábyrgðar í lýðræðissamfélagi
 • samfélagslegum gildum, siðfræði, mannréttindum og jafnrétti
 • fjölbreytileika
 • minnihlutahópum
 • að sjónarhorn allra er jafn mikilvægt
 • jafnréttisbaráttunni og áhrifum hennar
 • kynbundnu ofbeldi og afleiðingum þess
 • tjáningarfrelsi
 • mikilvægi upplýstrar umræðu og skoðanaskipta
 • gildi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi.

Leikniviðmið

 • virða eigin skoðanir og annarra
 • skilja að öllum rétti fylgja skyldur
 • átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
 • taka þátt í umræðum
 • afla upplýsinga um jafnréttismál
 • átta sig á birtingarmyndum mannréttinda fyrir sig sem einstakling
 • leita eftir aðstoð réttindagæslumanns
 • taka ábyrgð á gerðum sínum
 • nýta sér fjölmiðla sér til gagns og/eða gleði
 • gera grein fyrir stjórnsýslu landsins.

Hæfnisviðmið

 • tjá og rökstyðja skoðanir sínar, tilfinningar og hugðarefni
 • skilja mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
 • átta sig á tengingu á milli réttinda og skyldna
 • taka þátt í samfélagi sem er í sífelldri þróun
 • skilja þá hugsun sem felst í hugtökunum lýðræði og mannréttindi
 • taka þátt í lýðræðissamfélagi á virkan og ábyrgan hátt
 • átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
 • geta metið eigin stöðu í samfélaginu út frá mannréttindum, lýðræði og jafnrétti
 • taka afstöðu til málefna sem varða fólk með fötlun í samfélaginu
 • nýta sér upplýsingar frá fjölmiðlum á gagnrýnan hátt.
Nánari upplýsingar á námskrá.is