LÍSÉ1KY04 - Lífsleikni með áherslu á kynheilbrigði, samskipti og kynfræðslu

kynfræðsla, samskipti

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Áfanginn fjallar um kynheilbrigði, samskipti í nánum samböndum og almenna kynfræðslu. Áhersla verður lögð á opnar umræður um ólíkar tilfinningar, þarfir, langanir og sjálfsþekkingu einstaklinga. Fréttir og samfélagsleg umræða um efnið verður skoðuð. Nemendur fá líka að kynnast þeim herferðum sem unnar hafa verið til fræðslu um kynheilbrigði og samskipti.

Þekkingarviðmið

  • kynþroskaskeiðinu
  • eigin mörkum og mikilvægi þess að virða mörk annarra
  • hugtökum um líkamshluta og kynlíf
  • mikilvægi kynheilbrigðis
  • algengum kynsjúkdómum og getnaðarvörnum
  • hugtakinu kynhneigð
  • ábyrgri kynhegðun.

Leikniviðmið

  • bera virðingu fyrir sjálfum sér
  • íhuga og kanna eigið viðhorf til kynlífs
  • þekkja líkama sinn, starfsemi og vita hvaða hlutverki helstu líkamshlutar gegna
  • vera meðvitaður um að hann ráði yfir líkama sínum
  • kunna að setja mörk og virða mörk annarra
  • leita sér upplýsinga varðandi kynfræðslu
  • tjá skoðanir sínar og tilfinningar á uppbyggilegan hátt.

Hæfnisviðmið

  • skilja mikilvægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar, líkamlegrar og andlegrar
  • taka ábyrgð á eigin lífsstíl
  • taka ígrundaðar ákvarðanir varðandi kynheilbrigði sitt
  • vera meðvitaður um að kynferðisleg tjáning getur verið mismunandi
  • taka ábyrgð á eigin kynhegðun
  • geta valið og hafnað í athöfnum og samskiptum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is