LÍSÉ1TÓ04 - Lífsleikni með áherslu á fjölbreyttar tómstundir

tómstundir

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Áfanginn fjallar um fjölbreyttar tómstundir og afþreyingu sem fólk stundar sér til dægradvalar. Leiðarljós lífsleikni er að efla félags-, siðferðis- og tilfinningalega þætti nemenda.  Unnið er með jákvæða sjálfsmynd nemenda með því að efla sjálfstraust og trú á eigin getu. Þeir fá þjálfun í að koma tilfinningum, hugsunum og skoðunum sínum á framfæri á fjölbreyttan hátt. Nemendur eru hvattir til að beita gagnrýnni hugsun, rökstyðja skoðanir sínar og  taka tillit til skoðana annarra.  Unnið með markmiðasetningu og mikilvægi heilbrigðs lífsstíls. Nemendur fá þjálfun í að virða meginreglur í mannlegum samskiptum og taka þátt í umræðum.  Áhersla er lögð á að nemendur  temji sér umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileika samfélagsins, ígrundi eigin lífsgildi og hvað felst í hugtökum eins og virðingu, trausti, skilningi, jákvæðni, sveigjanleika, einlægni og þolinmæði.   Einstaklingsmiðaðar námsáætlanir eru unnar út frá markmiðum aðalnámskrár framhaldsskóla, ásamt bakgrunnsupplýsingum um þarfir nemenda og mati á stöðu í námi og þroska hvers og eins. 

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi eigin ábyrgðar á velferð sinni, líkamlegri og andlegri
 • að allir hafa hæfileika og þroskamöguleika
 • styrkleikum sínum
 • kostum góðs og heilbrigðs félagslífs
 • mikilvægi jákvæðrar framtíðarsýnar
 • að til eru fjölbreyttar tómstundir
 • að tómstundir geta verið ánægjulegar og hægt er að velja tómstundir við hæfi
 • að tómstundir geta verið einungis til afþreyingar en líka haft menntunarlegt gildi
 • eigin mörkum og virða mörk annarra
 • gildi heilbrigðs lífsstíls
 • skaðsemi fíknihegðunar/vímuefna
 • mismunandi námstækni, upplýsinga- og tölvutækni
 • þýðingu þess að lifa í samfélagi við aðra

Leikniviðmið

 • bera ábyrgð á eigin velferð, líkamlegri og andlegri
 • velja tómstund sem hentar honum
 • efla félagsþroska sinn
 • eiga góð samskipti við aðra
 • setja sér markmið í samræmi við getu
 • efla sjálfsvitund sína og öðlast trú á sjálfum sér
 • verða betur meðvitaður um sjálfan sig, áhugasvið sitt og styrkleika
 • skoða markmið sín og lífsstíl
 • vinna með öðrum
 • beita algengum samskiptareglum við mismunandi félagslegar aðstæður
 • taka virkan þátt í félagslífi skólans í samræmi við sitt áhugasvið

Hæfnisviðmið

 • vinna með öðrum
 • beita algengum samskiptareglum við mismunandi félagslegar aðstæður
 • taka virkan þátt í félagslífi skólans í samræmi við sitt áhugasvið
 • átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum
 • prófa að taka þátt í uppbyggjandi og fjölbreyttum tómstundum
 • stunda uppbyggjandi tómstundir um langt skeið
Nánari upplýsingar á námskrá.is