ENSS1MM02 - Matur og matarmenning

matarmenning, matur

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Meginstef áfangans er matur og matarmenning. Með verkefnavinnu vinna nemendur að þema tengdu mat, matarmenningu, uppskriftum og uppruna fæðunnar. Nemendur læra að lesa uppskriftir á ensku ásamt því að lesa texta og horfa á myndir tengdar þemanu.

Þekkingarviðmið

  • orðaforða í tengslum við efni áfangans
  • algengum orðum og orðasamböndum
  • eldhústengdum orðaforða
  • lestri uppskrifta á ensku
  • munn- og skriflegum fyrirmælum á ensku
  • mismunandi menningarheimum.

Leikniviðmið

  • skilja texta í gegnum hlustun, ritun og samtöl og vinna verkefni tengd honum
  • byggja upp og bæta við orðaforða út frá áhugamáli
  • lesa fjölbreytta texta tengda viðfangsefninu
  • halda stutta kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
  • leita uppi og finna afmarkaðar upplýsingar úr texta og myndmáli.

Hæfnisviðmið

  • túlka megininnhald lesinna texta
  • vinna með texta á fjölbreyttan hátt
  • beita aðferðum við að efla orðaforða sinn
  • auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku
  • nýta sér læsi í víðu samhengi.
Nánari upplýsingar á námskrá.is