HEIS1GR02 - Almenn matreiðsla

Grunnur

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áfanginn fjallar um almenna matreiðslu þar sem nemendur fá þjálfun í að fylgja uppskriftum til að útbúa máltíðir. Áhersla er lögð á undirbúning, framkvæmd og frágang við eldamennsku. Nemendur læra um næringu auk tengsl mataræðis og lífsstíls. Lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð auk samvinnu nemenda.

Þekkingarviðmið

 • mikilvægi hollrar næringar og fjölbreyttu fæðuvali
 • fæðuhringnum og samsetningu fæðunnar
 • mikilvægi hreinlætis við eldamennsku
 • notkun helstu mælitækja, áhalda og tækja í eldhúsi
 • góðum og skipulögðum vinnubrögðum í eldhúsi
 • hvernig eldað er eftir uppskriftum.

Leikniviðmið

 • lesa utan á umbúðir og sjá hvaða hráefni eru í vörunni
 • sjá úr hvaða fæðuflokkum maturinn er
 • viðhafa hreinlæti við eldamennsku
 • nálgast uppskriftir á fjölbreyttan hátt
 • elda eftir uppskrift
 • vinna á skipulagðan hátt í eldhúsi
 • leggja á borð og ganga frá eftir borðhald.

Hæfnisviðmið

 • skipuleggja fjölbreyttan og næringarríkan matseðil
 • elda hollan og fjölbreyttan mat
 • nýta tæki og áhöld í eldhúsi við matargerð
 • sýna góða umgengni og hreinlæti við matargerð
Nánari upplýsingar á námskrá.is