LÍSÉ1SU04 - Lífsleikni með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvitund

sjálfbærni, umhverfisvitund

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Áhersla er á sjálfbærni og umhverfisvitund. Farið verður yfir fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks í dag og hvernig hugtakið sjálfbærni kemur fyrir í daglegu lífi. Nemendur kynnast helstu umhverfisvandamálum sem við glímum við í heiminum og hvað við getum lagt af mörkum til jákvæðari þróunar. Nemendur verða hvattir til að velta því fyrir sér hvað móti tengsl manns og náttúru.

Þekkingarviðmið

  • hugtakinu sjálfbærni
  • hugtökum sem snerta umhverfismál og umhverfisvitund
  • að sérstaða manna meðal lífvera er margvísleg
  • fjölbreytileika lífs.

Leikniviðmið

  • skoða eigin neysluvenjur og áhrif þeirra á eigin velferð og umhverfi
  • nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan hátt
  • átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum.

Hæfnisviðmið

  • skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu sjálfbærni
  • virða fjölbreytileika náttúru, umhverfis og fólks
  • vera virkur þátttakandi í umræðu um umhverfismál.
Nánari upplýsingar á námskrá.is