HANV2MN03 - Málmsmíði

Málmsmíði

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: HANV1SG03
Í áfanganum munu nemendur vinna enn frekar með þær aðferðir sem þeir lærðu í HANV1SG03. Unnin verða ákveðin verkefni sem dýpka færni, þekkingu og reynslu í meðferð fjölbreyttra efna eins og fínmálma, beina, horna og viðartegunda. Nemendur vinna með hugmynd að fullunnu verki og sjá hana þróast í veruleika. Lögð er áhersla á skapandi, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

  • Helstu tegundum fínmálma
  • Einfaldri mótagerð
  • Kveikingu og bræðslu málma
  • Verkfæra og tækjanotkun í málmsmíði
  • Ferli frá hugmynd að fullunnu verki
  • Mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð í handverki
  • Umhverfismennt og endurnýtingu efna

Leikniviðmið

  • Nota vinnubók/skissubók og að skrá hugmyndir sínar niður
  • Beita sjálfstæðum vinnubrögðum og að vera vandvirkur í verkefnavinnu
  • Skipuleggja eigið vinnuferli og gera uppdrætti/skissur að verkefni
  • Setja fram hugmyndir sínar á munnlegan hátt og ræða þær opinskátt
  • Vinna með ýmis náttúruefni og endurnýtanleg efni í listsköpun

Hæfnisviðmið

  • Nýta sér hæfni sína í listræna vinnu og sköpun
  • Sýna frumkvæði í verkefnavinnu og verkefnavali
  • Vinna með hugmyndir sínar á persónulegan hátt og sýna sjálfstæði
  • Nýta sér hversdagslega hluti í umhverfinu og nota þá í listsköpun
  • Beita gagnrýnni og skapandi hugsun og sýna áræðni og frumleika við lausnir vinnu sinnar
  • Vinna með efni úr nánasta umhverfi
  • Þroska færni sína og skilning á list og/eða hönnun
  • Vera sjálfbær og tileinka sér endurnýtanleg efni í listsköpun
Nánari upplýsingar á námskrá.is