TÓNL3EÍ05 - Tónlistarmenning og dægurlagatextar

Tónlistarmenning og dægurlagatextar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK2TM05 og ÍSLE2ED05
Í áfanganum verður fjallað um tónlistarmenningu og dægurlagatexta frá miðri 20. öld til okkar daga. Skoðaðir verða íslenskir og erlendir dægurlagatextar og þeir settir í samhengi við samfélag og menningu. Hvert er mikilvægi tónlistar í lífi einstaklinga, hópa og samfélaga og hvernig hefur það þróast í sögulegu samhengi? Fjallað verður um fjölbreyttar tegundir tónlistar og menningu í kringum ólíka tónlistarstíla. Einnig verður fjallað um merkingarsköpun í tengslum við tónlist og þátt samfélagsins í henni. Verkefnavinna í áfanganum verður fjölbreytt og verkefni unnin ýmist á ensku eða íslensku. Nemendur hlusta á fjölbreytta tónlist, greina og túlka dægurlagatexta sem hluta af merkingarmyndun tónlistar og setja þá í samhengi við samfélög og dægurmenningu.

Þekkingarviðmið

  • enskum og íslenskum orðaforða í ræðu og riti sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
  • helstu hugtökum tengdum tónlistarmenningu
  • þekktum þemum í textagerð ásamt helstu hugtökum tengdum dægurlagatextum og greiningu þeirra
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta tónlistarmenningu
  • helstu tónlistarstílum, sögu þeirra og áhrifum, sem hluta af alþýðumenningu

Leikniviðmið

  • að lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesandans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
  • að greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
  • að nýta fjölbreytt fræði- og menningarefni, umræður og rökræður
  • að átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu og rituðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar
  • verkefnavinnu sem byggir á rannsóknum og gagnrýnni hugsun
  • að flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel upp byggða ræðu eða ítarlega kynningu á flóknu efni
  • að greina dægurlagatexta og setja þá í samhengi við sögu og menningu hverju sinni

Hæfnisviðmið

  • beita enskri og íslenskri tungu af lipurð og kunnáttu til þess að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
  • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
  • beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
  • tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu
  • draga saman aðalatriði, beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta, átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinagerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við fyrirspurnum
Nánari upplýsingar á námskrá.is