FBRU1US04 - Umhverfisvernd

Umhverfisvitund og sjálfbærni

Einingafjöldi: 4
Þrep: 1
Í áfanganum vinna nemendur með umhverfisvernd og sjálfbærni. Lögð er áhersla á að nemendur verði meðvitaðir um hlutverk sitt við verndun umhverfisins, bæði sitt eigið umhverfi og umhverfið á hnattvísu. Fjallað verður um það sem helst ógnar umhverfi okkar og hvernig hægt er að hafa áhrif til hins betra. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.

Þekkingarviðmið

  • Fjölbreyttum leiðum einstaklingsins til vistvænni lifnaðarhátta
  • hlýnun jarðar; orsökum, afleiðingum og ábyrgð einstaklingsins
  • sjálfbærni og þýðingu hugtaksins fyrir umhverfið
  • endurnýtingu og flokkun sorps

Leikniviðmið

  • meta áhrif hversdagslegra athafna á umhverfið
  • nýta endurnýtanlegan efnivið
  • endurnýta og flokka sorp

Hæfnisviðmið

  • minnka ágang á náttúruauðlindir með vistvænni lifnaðarháttum
  • vera virkur þátttakandi í umræðu um umhverfismál
  • koma auga á skapandi leiðir til sjáfbærni
  • umgagast náttúruna af ábyrgð
Nánari upplýsingar á námskrá.is