MYNL2LE03 - Myndlist úr endurnýjanlegum efnum

Myndlist úr endurnýjanlegum efnum

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: MYNL1GT03
Þessi áfangi býður nemendum upp á að skapa myndverk og skúlptúra úr endurnýjanlegum efnum sem annars fara í ruslið. Efni eins og pappír, pappi, plast, ál, gler og umbúðir er hægt að nota til að skapa falleg listaverk, hvort sem þau eru tvívíð eða þrívíð. Nemendur munu vinna verkefni út frá eigin hugmyndum og eins í tengslum við hinar og þessar stefnur í listasögunni. Reynt verður að tengja viðfangsefni nemenda og verkefni við neysluvenjur fólks og afleiðingar hennar. Eins verður unnið út frá sjálfbærni og hvernig hún getur hjálpað umhverfinu í átt til betri vegar. Tímarnir eru frjálslegir og bjóða upp á afslappað andrúmsloft. Lögð verður áhersla á skapandi, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.

Þekkingarviðmið

 • náttúrunni og nánasta umhverfi og sýna því virðingu
 • formum, línum og hreyfingum innan listsköpunar
 • gildi lita og notkun þeirra í umhverfi okkar
 • ferli frá hugmynd að fullunnu verki
 • aðferðum við listsköpun úr efnum sem skaða ekki umhverfið
 • sjálfbærni og endurnýjun efna
 • mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð
 • umhverfismennt og endurnýjun efna

Leikniviðmið

 • notkun hugmyndabókar og skráningu hugmynda
 • sjálfstæðum vinnubrögðum og vandvirkni í verkefnavinnu
 • að vinna með endurnýjun efna úr nánasta umhverfi í listsköpun
 • að skipuleggja eigið vinnuferli og gera uppdrætti/skissur að verkefni

Hæfnisviðmið

 • nýta hæfni sína í listræna vinnu og sköpun
 • sýna frumkvæði að verkefnum og verkefnavali
 • beita gagnrýnni hugsun við að meta sín eigin verk og annarra
 • geta unnið á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært þær yfir í listsköpun
 • geta opnað augun fyrir hinum hversdagslegu efnum og hlutum í nánasta umhverfi og nýtt þá í listsköpun
 • vinna með efni úr nánasta umhverfi
 • vera virkur í umræðum um umhverfið og endurnýjun
 • vera sjálfbær og tileinka sér endurnýjanleg efni í listsköpun
Nánari upplýsingar á námskrá.is