SÁLF2JS05 - Jákvæð sálfræði

Jákvæð sálfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Kjörsviðsáfangi á öðru þrepi og ÍSLE2ED05_20 (íSL2B05)
Nemendur kynnast jákvæðri sálfræði sem fræðigrein og hvernig hægt er að nýta hana í daglegu lífi. Fjallað er um mannlega styrkleika og hvernig hægt er að nýta sér eigin styrkleika til að gera líf sitt betra með því að þjálfa sig og vinna að settum markmiðum. Í áfanganum er leitast við að auka skilning nemenda á eigin getu og hæfni. Lögð verður áhersla á að nemendur taki virkan þátt í æfingum og verkefnum sem bæta þeirra eigin sjálfsmynd og auka sjálfstraust þeirra. Yfir önnina vinna nemendur meðal annars þakklætisdagbók og lífstilraunir. Framkvæmdar verða æfingar í hugleiðslu og uppbyggilegum samskiptum. Í áfanganum er lagt fyrir hlutlægt sjálfsmat við upphaf náms og lok. Matið á að endurspegla breytingu í líðan og viðhorfum nemandans til sjálfs síns og lífsins.

Þekkingarviðmið

  • nokkrum kenningum um hamingjuna og nauðsynlegum þáttum til hamingjuríks lífs
  • vísindalegu og samfélagslegu gildi greinarinnar og stöðu hennar
  • því samhengi sem kenningar og lykilhugmyndir greinarinnar spretta úr
  • hefðbundnum leiðum til hamingju og leiðum jákvæðrar sálfræði
  • gildi fyrirgefningarinnar, óeigingirni og þakklætis

Leikniviðmið

  • ígrunda eigin hugsanir og tilfinningar
  • endurmeta og skoða eigin viðhorf til lífsins með markvissum æfingum
  • lesa heimildir og rannsóknargögn á gagnrýninn hátt
  • skoða eigin kosti og galla
  • beita aðferðum til að slaka á
  • vinna með styrkleika sína
  • setja sér markmið og gera framkvæmdaáætlun
  • miðla eigin skoðunum og viðhorfum til lífsins
  • tileinka sér jákvæða afstöðu til lífsins
  • að velja milli kenninga og aðferða við lausn verkefna
  • vinna sjálfstæða og skapandi rannsókn

Hæfnisviðmið

  • bæta eigið sjálfsmat og auka víðsýni
  • beita leiðum jákvæðrar sálfræði til að öðlast aukna lífshamingju
  • beita skapandi og lausnarmiðaðri hugsun og leiðum í námi og starfi
  • koma auga á og fyrirbyggja neikvæðar hugsanir og viðhorf
  • efla sjálfsþekkingu sína og miðla jákvæðum lífsgildum
  • lesa heimildir og rannsóknargögn greinarinnar á gagnrýninn hátt
  • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
  • sýna sjálfum sér og öðrum umburðarlyndi og skilning í lífi og starfi
  • setja fram nákvæmar röksemdir fyrir skoðunum sínum
Nánari upplýsingar á námskrá.is