FBRU1GR05 - Félagssálfræði: Gríman

Félagssálfræði, grímugerð, sköpun, sálfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur:
Nemendur móta grímu af sjálfum sér í áfanganum og vinna með hana á ólíka vegu. Samhliða því er farið yfir mótun sjálfsins, tilfinningar og ýmis félagssálfræðileg mál svo sem samskipti, félagslegan þrýsting og hóphegðun. Mismunandi tilfinningar verða skoðaðar út frá sálfræði og líffræði. Einnig verður fjallað um áhrif ólíkra uppeldisaðferða og félagsmótun. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.

Þekkingarviðmið

  • sálfræðilegum og líffræðilegum hliðum tilfinningalífs
  • félagsmótun og áhrifaþáttum
  • mismunandi uppeldisaðferðum og áhrifum þeirra
  • ferli listsköpunar
  • eiginleikum efna í listsköpun

Leikniviðmið

  • nota hugtök er varða félagsfræði, sálfræði og uppeldisfræði
  • vinna við listsköpun, allt frá hugmynd að fullunnu verki
  • skapa sínar eigin grímur
  • vinna með tilfinningar í gegnum listsköpun

Hæfnisviðmið

  • setja sig í spor annarra
  • þroska færni sína og skilning á tilfinningum í daglegu lífi
  • átta sig á áhrifum ólíkra uppeldisaðferða við félagsmótun
  • vinna eigin hugmyndir á persónulegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is