FBRU1FR03 - Fjölmiðlarýni

Gagnrýnin hugsun, fjölmiðlar

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í þessum áfanga er fjallað um fjölmiðlalæsi frá ýmsum sjónarhornum. Fengist verður við falsfréttir, birtingarmyndir kynja í fjölmiðlum, ábyrga nethegðun, gagnrýna hugsun o.fl. Nemendum er ætlað að læra að bera kennsl á áreiðanleika heimilda og skoða hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í nútíma samfélagi. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.

Þekkingarviðmið

  • áhrifamætti fjölmiðla
  • gildi ábyrgrar nethegðunar
  • hlutverki og ábyrgð fjölmiðla í nútíma samfélagi

Leikniviðmið

  • skoða áreiðanleika heimilda
  • stunda ábyrga nethegðun
  • koma auga á skekkjur í fjölmiðlum

Hæfnisviðmið

  • meta áreiðanleika heimilda
  • koma auga á mismunandi birtingarmyndir kynja í fjölmiðlum
  • bera kennsl á falsfréttir í fjölmiðlum
Nánari upplýsingar á námskrá.is