FBRU1FU05 - Ferðalög og útivist

ferðalög, spegill, útivist

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum verður fjallað er um hvernig ferðalög geta verið góður vettvangur til sjálfsskoðunar og til að auka víðsýni. Jafnframt er kynntur sá möguleiki að fara í nám eða störf erlendis. Nemendur skoða leiðir til að skipuleggja styttri og lengri ferðir innanlands sem erlendis og viðeigandi útbúnað. Leitast er við að efla sjálfstraust nemenda til að takast á við óvæntar aðstæður sem geta komið upp á ferðalögum. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.

Þekkingarviðmið

  • gagnsemi ferðalaga til að auka víðsýni
  • heiminum í kringum okkur og möguleikum til ferðalaga
  • möguleikum á námi og störfum erlendis

Leikniviðmið

  • skipuleggja ferðalag
  • velja réttan útbúnað fyrir mismunandi aðstæður
  • leita sér áreiðanlegra ferðaupplýsinga

Hæfnisviðmið

  • skipuleggja ferð, innanlands eða erlendis
  • stunda örugga útivist
  • njóta þess sem heimurinn hefur upp á að bjóða, sér til ánægju og yndisauka
Nánari upplýsingar á námskrá.is