FBRU1UN03 - Ungt fólk og samskipti

líffræði, samskipti, sálfræði, ungt fólk

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í þessum áfanga er áhersla lögð á þroskasögu unglinga og ungmenna og unnið með hana út frá tilfinningum, félags- og líffræðilegum þroska. Hér er m.a. hugað að kynfræðslu, kynheilbrigði, nánum samböndum, vaxtarmiðuðu hugarfari og mikilvægi virðingar í samskiptum. Jafnframt verður unnið með kynferðislega, andlega og fjárhagslega misnotkun. Áhersla verður lögð á að efla sjálfsvirðingu nemenda og ábyrga ákvarðanatöku. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.

Þekkingarviðmið

  • félags- og líffræðilegum þroska ungmenna
  • mikilvægi virðingar í samskiptum
  • kynheilbrigði
  • réttindum og skyldum í nánum samböndum
  • einkennum óheilbrigðra sambanda

Leikniviðmið

  • sýna virðingu í samskipum
  • skilja þroskaferli ungmenna
  • tileinka sér vaxtarmiðað hugarfar

Hæfnisviðmið

  • átta sig á þroskaferli ungmenna
  • geta verið í heilbrigðu nánu sambandi
  • stunda heilbrigt kynlíf
Nánari upplýsingar á námskrá.is