FBRU1UU03 - Umhverfisvitund og útinám

reynslunám, umhverfisvitund, útinám

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í byrjun áfangans eru endurskoðuð þau markmið sem sett voru fyrr á önninni. Í áfanganum er unnið að sameiginlegu raunhæfu verkefni. Nemendur vinna verkefnaáætlun fyrir stórt samvinnuverkefni sem unnið er með aðferðum reynslunáms. Verkefnið byggir á fyrra námi nemenda og er unnið í samvinnu við nærsamfélagið. Unnið er með umhverfisvitund og virðingu fyrir náttúrunni í verkefnum sem flest eru unnin utandyra. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.

Þekkingarviðmið

  • ferli reynslunáms og mikilvægi ígrundunar
  • gildi samvinnu í úrlausnum verkefna
  • áætlanagerð
  • nærumhverfi sínu

Leikniviðmið

  • finna lausnir í samvinnu við aðra
  • eiga samskipti við nærsamfélagið
  • gera áætlanir til að ná markmiðum
  • greina umhverfi sitt

Hæfnisviðmið

  • vinna verkefni sem nýtist nærsamfélaginu
  • taka til greina umhverfissjónarmið í áætlanagerð og verkefnavinnu
  • fylgja áætlun til þess að ná markmiði
  • aðlaga verkefnaáætlun ef aðstæður breytast
  • hafa áhrif á umhverfi sitt
Nánari upplýsingar á námskrá.is