FBRU1SV03 - Samskipti og vinnumarkaður

samskipti, vinnumarkaður

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Unnið verður með samskiptafærni í víðum skilningi. Nemendur öðlast færni í samskiptum í einkalífi sem og á vinnumarkaði. Unnið verður með réttindi, skyldur og öryggi á vinnustað auk þess að nemendur læra skyndihjálp. Nemendur öðlast grunn í fjármálalæsi með það að markmiði að þeir sjái gildi þess að hafa yfirsýn yfir útgjöld og tekjur og skilji hlutverk peninga í daglegu lífi. Farið verður yfir fyrstu skref á vinnumarkaði, nemendur búa til ferilskrár og skoða ferlið við að sækja um atvinnu. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi. .

Þekkingarviðmið

 • hvað felst í góðum samskiptum
 • réttindum og ábyrgð á vinnumarkaði
 • skyndihjálp
 • fjármálalæsi
 • lögmálum vinnumarkaðarins

Leikniviðmið

 • eiga góð samskipti
 • þekkja réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði
 • beita skyndihjálp
 • vera læs á eigin fjármál
 • gera ferilskrá
 • þekkja fyrstu skref einstaklinga á vinnumarkaði

Hæfnisviðmið

 • vera vel upplýstur þegar hann kemur á vinnumarkað
 • geta átt góð samskipti
 • taka ákvarðanir er varða fjármál einstaklinga
 • geta notað skyndihjálp ef á þarf að halda
 • leita að og sækja um atvinnu
Nánari upplýsingar á námskrá.is