FBRU1HL03 - Endurnýting, handverk og listsköpun

Endurnýting, handverk og listsköpun

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Nemendur fá að kynnast listsköpun og handverki. Þeir komast að því að hægt er skapa fallega hluti, listaverk og skúlptúra úr endurnýtanlegum efnivið eins og plasti, pappír, pappa, textílefnum, gleri, áli og öðrum efnum. Nemendur læra betur á sitt nánasta umhverfi með það í huga að vera meðvitaðri um þau efni sem við notum í okkar daglega lífi og nýta þau í listsköpun. Tímarnir eru frjálslegir og bjóða upp á afslappað andrúmsloft. Lögð er áhersla á fjölbreytt verkefni og skapandi, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.

Þekkingarviðmið

  • sínu nánasta umhverfi
  • ferli sem sýnir hugmynd að fullunnu verki
  • gildi lita og notkun þeirra í umhverfi okkar
  • sjálfbærni, umhverfismennt og endurnýtingu efna
  • mikilvægi þess að sýna öguð og vönduð vinnubrögð í handverki

Leikniviðmið

  • skrá niður hugmyndir í hugmyndabók
  • skipuleggja eigið vinnuferli
  • sýna sjálfstæð vinnubrögð og vandvirkni í verkefnavinnu
  • vinna með endurnýtanleg efni

Hæfnisviðmið

  • sýna sínu nánasta umhverfi virðingu
  • nýta hæfni sína og færni í listræna vinnu og sköpun
  • sýna frumkvæði að verkefnum og verkefnavali
  • beita gagnrýnni og skapandi hugsun
  • geta unnið á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfært þær eftir sinni eigin tilfinningu í fallegan nytjahlut, skreyti eða skúlptúr
Nánari upplýsingar á námskrá.is