FBRU1SA03 - Sjálfsmynd og áhugasvið

Sjálfsmynd, áhugasvið

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Í áfanganum kynnast nemendur hver öðrum og kennurum sínum. Nemandinn er hvattur til að líta inn á við og skilgreina sig sem námsmann og einstakling í samfélaginu. Tilgangur og markmið með framhaldsskólabrú kynnti. Skoðað verður hugarfar til náms og nemendur þjálfast í vaxtarmiðuðu hugarfari. Unnið er með gildi og sjálfsmynd einstaklinga. Unnið er með áhugasvið nemenda og lögð áhersla á styrkleika hvers og eins. Vinnan er einstaklingsmiðuð og nemendur taka þátt í því að móta eigin verkefni. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.

Þekkingarviðmið

 • þeim kröfum sem gerðar eru í námi á framhaldskólastigi
 • því hvernig hann getur orðið meðvitaður um sjálfan sig, áhugasvið sitt og styrkleika
 • framtíðarmöguleikum sínum
 • muninum á vaxtamiðuðu- og fastmótuðu hugarfari

Leikniviðmið

 • átta sig á eigin styrkleikum og bera virðingu fyrir sjálfum sér
 • tileinka sér vaxtamiðað hugarfar
 • leita sér upplýsinga tengdu áhugasviði sínu

Hæfnisviðmið

 • stuðla að jákvæðri sjálfsmynd
 • taka ábyrgð á eigin námi og lífi
 • vera meðvitaðri um að daglegar ákvarðanir og breytni hafa áhrif til framtíðar
 • stunda árangursríkt nám á framhaldsskólastigi
 • vinna með upplýsingar tengdar áhugasviði sínu
Nánari upplýsingar á námskrá.is