ENSK3BC05 - Beoncé, black history.

Beoncé, black history

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Áhersla er lögð á að nemendur vinni með fjölbreytta og flókna texta, og dýpki skilning sinn á enskri tungu og menningu í Bandaríkjunum. Í tengslum við það verður unnið með rauntexta, fréttatexta, heimildarmyndir, smásögur, skáldsögu o.fl., sem túlkað verður út frá menningarlegu samhengi. Nemendur kynnast fjölmenningarsamfélaginu, Bandaríkjunum, og verður áherslan á innflytjendamenningu, sér í lagi innflytjendur af afrískum uppruna, þ.e. afkomendur þræla. Nemendur halda áfram að tileinka sér grunnorðaforða daglegs máls, tjá hugsun sína skýrt í ræðu og riti og rökstyðja skoðanir sínar. Unnið er markvisst að því að efla sjálfstæði nemenda í námi og því að hver nemandi finni eigin leiðir til að ná árangri í náminu og setji sér markmið. Nemendur vinna í auknum mæli sjálfstætt að viðameiri verkefnum, svo sem þematengdu efni o.fl., sem fela í sér öflun upplýsinga á bókasafni, á Netinu og margmiðlunarefni. Áfram er lagður grunnur að lýðræðislegri hugsun þar sem nemendur notast við sjálfsmat og jafningjamat í námi.

Þekkingarviðmið

  • orðaforða í ræðu og riti sem gerir honum kleift að tileinka sér með góðu móti lesefni í áframhaldandi námi eða starfi
  • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í Bandaríkjunum
  • sögu, þjóðfélagsfræði og menningu

Leikniviðmið

  • lesa sér til fræðslu og/eða ánægju texta sem gera miklar kröfur til lesendans, bæði hvað varðar orðaforða og uppbyggingu
  • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta
  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni fræðilegs og menningarlegs eðlis
  • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi merkingu, viðhorfum og tilgangi þess sem talar

Hæfnisviðmið

  • beita málinu af lipurð og kunnáttu til þess að geta tekið fullan þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinagerð, draga fram aðalatriði og rökstyðja mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og bregðast við spurningum
  • lýsa skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem þeir hafa kynnt sér
  • skrifa texta með röksemdarfærslu þar sem fram koma rök með og á móti og þau eru vegin og metin
Nánari upplýsingar á námskrá.is