TEXL1TE03 - Handverk og listsköpun úr textílefnum 1

Handverk og listsköpun úr textílefnum

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Nemendur læra að virkja sköpunarkraftinn í sjálfum sér og temja sér aðferðir til að skynja umhverfi sitt og nýta það til listsköpunar. Nemendur eru þjálfaðir í að setja fram hugmyndir sínar á skipulagðan hátt, vinna með sambandið milli hugmynda, hráefnis, tækni, aðferða, listrænnar sköpunar, greiningar og túlkunar. Þetta er blandaður áfangi þar sem nemendur fá að spreyta sig á ólíkri tækni og aðferðum. Verkefni verða nokkuð frjáls í höndum nemenda hvar sem áhugi þeirra liggur. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og nemendum ber að skila ferilmöppu í lok áfangans. Nauðsynlegt er fyrir nemendur að hafa aðgang að myndavél. Hugmyndabók og myndavél mun fylgja nemendum í gegnum áfangann.

Þekkingarviðmið

  • Notkun hugmyndabókar og skráningu hugmynda.
  • Mynsturgerð og meðferð mynstra.
  • Skissuvinnu og teikningu.
  • Formum, línum og hreyfingu innan listsköpunar.
  • Litum og formum úr efnivið úr nánasta umhverfi.
  • Grunnþáttum textílvinnu í tilraunum með efni og þræði.
  • Framsetningu og frágang verkefna í ferilmöppu.

Leikniviðmið

  • Skrá hugmyndir, hugleiðingar og minnispunkta í hugmyndabók.
  • Skapa mynstur og raða þeim saman á mismunandi hátt með hjálp tölvu, klippimynda eða teikninga.
  • Skilja ferlið frá hugmynd að fullunnu verki.
  • Hugleiða útlit og notagildi út frá fagur- og formfræðilegum forsendum.
  • Þekkja liti, gildi þeirra og notkun í umhverfi okkar.
  • Skilja samband á milli hugmyndar, hráefnis, tækni, aðferða og niðurstöðu.
  • Setja fram hugmynd sína á munnlegan, skriflegan og myndrænan hátt.

Hæfnisviðmið

  • Vinna með hugmyndir sínar á persónulegan hátt og útfært textílhlut með tilliti til lita- og formfræði.
  • Nota efni og form í eigin listsköpun.
  • Geta opnað augun fyrir hinum hversdagslegu hlutum í umhverfinu og nýtt þá í listsköpun.
  • Vinna með efni úr nánasta umhverfi.
  • Skynja liti og samsetningu þeirra í umhverfinu og í listsköpun. Nota myndavél til að afla sér efnivið til frekari listsköpunar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is